Mikið úrval borgarferða 14. ágúst 2006 07:30 Borgarferðir Höfuðborg Slóveníu, Ljubljana, er vinsæll áfangastaður í haust en Heimsferðir og Úrval Útsýn eru með beint leiguflug til borgarinnar. Haustið er tími borgarferðanna og þetta árið bjóða ferðaskrifstofur upp á fjölda helgarferða á spennandi áfangastaði. Borgir Austur-Evrópu virðast vera vinsælastar í dag. Í ár verða ferðir til Zagreb, Ljubljana, Varsjár, Búdapest, Prag, Krakár, Tallinn og Vilníus í beinu leiguflugi. Hægt er að fá þriggja daga ferðir til þessara borga frá fjörutíu þúsundum miðað við mann í tvíbýli en eftir gæðum gistingar og landi hækkar verðið. Fyrir þá sem vilja heldur gamlar perlur Vestur-Evrópu er einnig boðið upp á hefðbundnar helgarferðir til staða á borð við Róm og Kaupmannahöfn, auk borga í Bandaríkjunum. Úrval Útsýn býður upp á fjölda borgarferða til gamalla og nýrra áfangastaða. „Það sem er nýtt er ferð til Zagreb í Króatíu og til Lúxemborgar í aðventuferð í nóvember. Einnig erum við með ferðir til Varsjár í september,“ segir Guðrún Sigurgeirsdóttir framleiðslustjóri. Einnig eru ferðir til Dublin, Edinborgar, Madríd og Barcelona, auk Ljubljana, höfuðborgar Slóveníu. Hjá Plúsferðum er einnig boðið upp á ferðir til Zagreb, Lúxemborgar og Varsjár og hefur selst vel í þær. „Þetta er tíminn, þegar kemur fram yfir verslunarmannahelgi vill fólk fara í borgarferð. Íslendingar eru mjög nýjungagjarnir og vilja prófa eitthvað nýtt,“ segir Laufey Jóhannsdóttir, sölustjóri Plúsferða. Að auki er boðið upp á ferðir til Dublin, Madrídar og Rómar. Þetta árið eru Heimsferðir með borgarferðir til Barcelona, Prag, Budapest, Krakár í Póllandi og Ljubljana, en Heimsferðir bættu við aukaferð til Ljubljana vegna mikillar eftirspurnar. Terra Nova hefur ekki boðið upp á borgarferðir áður en nú er ferðaskrifstofan með ferðir á nýjar slóðir. „Við verðum með ferðir til Tallinn í Eistlandi og Vilníus í Litháen í október og nóvember en það eru ofboðslega fallegar borgir. Einnig verður ein ferð til Sofiu í Búlgaríu,“ segir Bjarni Ingólfsson, markaðsstjóri Terra Nova. Icelandair er með borgarferðir á flesta áfangastaði í Bandaríkjunum og Evrópu. Síðustu ár hafa verslunarferðir til Minneapolis verið mjög vinsælar á haustin. Expresss ferðir, dótturfyrirtæki Iceland Express, býður upp á borgarferðir til áfangastaða Iceland Express, það er að segja London, Kaupmannahafnar og Berlín, í haust. Ferðaskrifstofan býður upp á flug og gistingu en getur einnig skipulagt tónleikaferðir og aðrar menningarferðir eftir óskum fólks. „Svo voru julefrukost-ferðir til Kaupmannahafnar mjög vinsælar í fyrra, þær munu verða í nóvember og desember og við setjum það í sölu innan skammas. Þetta er helgarferð þar sem fólk fer eitt kvöld á veitingastað í julefrukost-kvöldverð,“ segir Bragi Hinrik Magnússon sölustjóri. „Svo munum við bjóða upp á hversdagsferðir svokallaðar en þá er farið í miðri viku, t.d. á þriðjudegi til fimmtudags á um þrjátíu þúsund með öllu,“ segir Bragi. Hægt verður að bóka ferðirnar á Expressferdir.is. Innlent Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Haustið er tími borgarferðanna og þetta árið bjóða ferðaskrifstofur upp á fjölda helgarferða á spennandi áfangastaði. Borgir Austur-Evrópu virðast vera vinsælastar í dag. Í ár verða ferðir til Zagreb, Ljubljana, Varsjár, Búdapest, Prag, Krakár, Tallinn og Vilníus í beinu leiguflugi. Hægt er að fá þriggja daga ferðir til þessara borga frá fjörutíu þúsundum miðað við mann í tvíbýli en eftir gæðum gistingar og landi hækkar verðið. Fyrir þá sem vilja heldur gamlar perlur Vestur-Evrópu er einnig boðið upp á hefðbundnar helgarferðir til staða á borð við Róm og Kaupmannahöfn, auk borga í Bandaríkjunum. Úrval Útsýn býður upp á fjölda borgarferða til gamalla og nýrra áfangastaða. „Það sem er nýtt er ferð til Zagreb í Króatíu og til Lúxemborgar í aðventuferð í nóvember. Einnig erum við með ferðir til Varsjár í september,“ segir Guðrún Sigurgeirsdóttir framleiðslustjóri. Einnig eru ferðir til Dublin, Edinborgar, Madríd og Barcelona, auk Ljubljana, höfuðborgar Slóveníu. Hjá Plúsferðum er einnig boðið upp á ferðir til Zagreb, Lúxemborgar og Varsjár og hefur selst vel í þær. „Þetta er tíminn, þegar kemur fram yfir verslunarmannahelgi vill fólk fara í borgarferð. Íslendingar eru mjög nýjungagjarnir og vilja prófa eitthvað nýtt,“ segir Laufey Jóhannsdóttir, sölustjóri Plúsferða. Að auki er boðið upp á ferðir til Dublin, Madrídar og Rómar. Þetta árið eru Heimsferðir með borgarferðir til Barcelona, Prag, Budapest, Krakár í Póllandi og Ljubljana, en Heimsferðir bættu við aukaferð til Ljubljana vegna mikillar eftirspurnar. Terra Nova hefur ekki boðið upp á borgarferðir áður en nú er ferðaskrifstofan með ferðir á nýjar slóðir. „Við verðum með ferðir til Tallinn í Eistlandi og Vilníus í Litháen í október og nóvember en það eru ofboðslega fallegar borgir. Einnig verður ein ferð til Sofiu í Búlgaríu,“ segir Bjarni Ingólfsson, markaðsstjóri Terra Nova. Icelandair er með borgarferðir á flesta áfangastaði í Bandaríkjunum og Evrópu. Síðustu ár hafa verslunarferðir til Minneapolis verið mjög vinsælar á haustin. Expresss ferðir, dótturfyrirtæki Iceland Express, býður upp á borgarferðir til áfangastaða Iceland Express, það er að segja London, Kaupmannahafnar og Berlín, í haust. Ferðaskrifstofan býður upp á flug og gistingu en getur einnig skipulagt tónleikaferðir og aðrar menningarferðir eftir óskum fólks. „Svo voru julefrukost-ferðir til Kaupmannahafnar mjög vinsælar í fyrra, þær munu verða í nóvember og desember og við setjum það í sölu innan skammas. Þetta er helgarferð þar sem fólk fer eitt kvöld á veitingastað í julefrukost-kvöldverð,“ segir Bragi Hinrik Magnússon sölustjóri. „Svo munum við bjóða upp á hversdagsferðir svokallaðar en þá er farið í miðri viku, t.d. á þriðjudegi til fimmtudags á um þrjátíu þúsund með öllu,“ segir Bragi. Hægt verður að bóka ferðirnar á Expressferdir.is.
Innlent Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira