Heillavænleg langtímaáhrif 14. júlí 2006 07:30 Berserkjasveppur Þessi sveppur flokkast til eitraðra sveppa og er því afar varhugaverður til átu. MYND/Nordicphotos/afp Niðurstöður rannsóknar sem vísindamenn við John Hopkins-háskólann í Baltimore gerðu á áhrifum ofskynjunarsveppa á menn hafa komið þeim í opna skjöldu. Fólkið innbyrti psilocybin, sem er virka ofskynjunarefnið í sveppunum, og lýsti síðan reynslu sinni. Margir þátttakenda lýstu djúpstæðri dulrænni reynslu sem væri ein sú merkilegasta sem þeir hefðu á ævinni kynnst. Sumir líktu henni við að missa foreldri eða að eignast barn. Þriðjungur þátttakenda varð óttasleginn og segja vísindamennirnir það til marks um hversu hættulegt sé að fikta við ofskynjunarlyf, en tilraunin var meðal annars gerð til að leita ráða við kvíðaköstum og þunglyndi og til að kanna valkosti í afeitrun fíkla. Það kom ekki á óvart að þátttakendur lýstu dulrænum áhrifum, því psilocybin hefur verið notað af ýmsum þjóðflokkum við trúarathafnir í aldanna rás. Það sem vakti furðu var að flestir þátttakenda lýstu heillavænlegum langtímaáhrifum lyfsins; tveimur mánuðum eftir tilraunina sögðust þeir vera góðhjartaðri, ástríkari, bjartsýnni og þolinmóðari. Áttatíu prósent þátttakenda sögðu að lífsánægja þeirra væri "nokkuð" eða "talsvert" meiri en fyrir tilraunina. Þetta er ein af örfáum vísindalegum tilraunum sem hafa verið gerðar með psilocybin síðan á sjöunda áratugnum, en þá minnkaði áhugi vísindastofnana á lyfinu í kjölfar slæmrar umræðu vegna misnotkunar ungmenna á því. Erlent Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Niðurstöður rannsóknar sem vísindamenn við John Hopkins-háskólann í Baltimore gerðu á áhrifum ofskynjunarsveppa á menn hafa komið þeim í opna skjöldu. Fólkið innbyrti psilocybin, sem er virka ofskynjunarefnið í sveppunum, og lýsti síðan reynslu sinni. Margir þátttakenda lýstu djúpstæðri dulrænni reynslu sem væri ein sú merkilegasta sem þeir hefðu á ævinni kynnst. Sumir líktu henni við að missa foreldri eða að eignast barn. Þriðjungur þátttakenda varð óttasleginn og segja vísindamennirnir það til marks um hversu hættulegt sé að fikta við ofskynjunarlyf, en tilraunin var meðal annars gerð til að leita ráða við kvíðaköstum og þunglyndi og til að kanna valkosti í afeitrun fíkla. Það kom ekki á óvart að þátttakendur lýstu dulrænum áhrifum, því psilocybin hefur verið notað af ýmsum þjóðflokkum við trúarathafnir í aldanna rás. Það sem vakti furðu var að flestir þátttakenda lýstu heillavænlegum langtímaáhrifum lyfsins; tveimur mánuðum eftir tilraunina sögðust þeir vera góðhjartaðri, ástríkari, bjartsýnni og þolinmóðari. Áttatíu prósent þátttakenda sögðu að lífsánægja þeirra væri "nokkuð" eða "talsvert" meiri en fyrir tilraunina. Þetta er ein af örfáum vísindalegum tilraunum sem hafa verið gerðar með psilocybin síðan á sjöunda áratugnum, en þá minnkaði áhugi vísindastofnana á lyfinu í kjölfar slæmrar umræðu vegna misnotkunar ungmenna á því.
Erlent Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira