Erlent

Ævintýraleg þorskveiði

Þorskurinn virðist vera kominn aftur í hafið við Grænland eftir 15 ára bið, að sögn vefútgáfu norska blaðsins Fiskeribladet, og hann lítur vel út sá sem veiðist. "Ævintýraleg veiði," segir Leivur á Rógvi skipstjóri.

Á einum mánuði á tímabilinu apríl til maí veiddi grænlenska skipið Polar Princess 1.000 tonn af þorski, þar af eru 93 prósent þorskur sem vegur yfir sjö til átta kíló. Mikið hefur einnig veiðst af stórum þorski við Bjarnarey í Barentshafi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×