Fordæmi fyrir að fella kjaradóm úr gildi 22. desember 2005 12:03 Einar Oddur Kristinsson hefur hvatt til þess að þing verði kallað saman og úrskurður kjaradóms felldur með lögum. MYND/E.Ól. Þingmenn hafa mælst til þess að Alþingi nemi síðustu launahækkun Kjaradóms þeim til handa úr gildi. Það yrði ekki í fyrsta skipti sem launahækkanir æðstu ráðamanna yrðu dregnar til baka með lagasetningu á Alþingi. Kjaradómur hækkaði laun æðstu embættismanna og kjörinna fulltrúa um allt að 30 prósent í lok júní árið 1992. Því fer fjarri að við séum að kasta pólitískum bombum, sagði Jón Finnsson, formaður dómsins, í viðtali við Morgunblaðið. Það virðist þó hafa verið raunin því blekið var vart þornað þegar forystumenn launþega stigu fram og fordæmdu hækkunina. Aldrei þessu vant voru forsvarsmenn launþega og vinnuveitenda sammála því hvort tveggja formaður Verkamannsambands Íslands og Vinnuveitendasambands Íslands sögðu þetta gera næstu kjarasamninga mun erfiðari en ella. Stjórnmálamenn urðu ósáttir og gagnrýndu hækkunina. Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, bað Kjaradóm að endurskoða ákvörðun sína, en kjaradómur sagði nei. Þar var þó ekki staðar numið því ríkisstjórnin samþykkti bráðabirgðalög þar sem Kjaradómi var skipað að miða launahækkanir ráðamanna við aðrar launahækkanir. Niðurstaðan varð 1,7 prósenta launahækkun í stað allt að 30 prósenta hækkunar. Þetta voru þó ekki endalokin því þegar kom að því að skipa í Kjaradóm á ný nokkrum mánuðum síðar höfnuðu allir þrír mennirnir í Kjaradómi endurkjöri, að því er kom fram í Morgunblaðinu var ástæðan sú að lögin sem ríkisstjórnin setti og Alþingi samþykkti síðar svo óskýr að ekki væri ljóst hvernig Kjaradómur ætti að starfa. Haustið 1995 ætlaði svo aftur allt um koll að keyra þegar Kjaradómur ákvað að ráðherrar fengju tuttugu prósenta kauphækkun, og þingmenn tíu prósenta hækkun en við það bættist að forsætisnefnd Alþingis ákvað að þingmennskyldu fá skattfrjálsar starfstengdar greiðslur sem námu um fjórðungi þeirra launa sem þeir höfðu fyrir. Þrátt fyrir mikil mótmæli héldu þingmenn þessari launahækkun sinni. Alþingi Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þingmenn hafa mælst til þess að Alþingi nemi síðustu launahækkun Kjaradóms þeim til handa úr gildi. Það yrði ekki í fyrsta skipti sem launahækkanir æðstu ráðamanna yrðu dregnar til baka með lagasetningu á Alþingi. Kjaradómur hækkaði laun æðstu embættismanna og kjörinna fulltrúa um allt að 30 prósent í lok júní árið 1992. Því fer fjarri að við séum að kasta pólitískum bombum, sagði Jón Finnsson, formaður dómsins, í viðtali við Morgunblaðið. Það virðist þó hafa verið raunin því blekið var vart þornað þegar forystumenn launþega stigu fram og fordæmdu hækkunina. Aldrei þessu vant voru forsvarsmenn launþega og vinnuveitenda sammála því hvort tveggja formaður Verkamannsambands Íslands og Vinnuveitendasambands Íslands sögðu þetta gera næstu kjarasamninga mun erfiðari en ella. Stjórnmálamenn urðu ósáttir og gagnrýndu hækkunina. Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, bað Kjaradóm að endurskoða ákvörðun sína, en kjaradómur sagði nei. Þar var þó ekki staðar numið því ríkisstjórnin samþykkti bráðabirgðalög þar sem Kjaradómi var skipað að miða launahækkanir ráðamanna við aðrar launahækkanir. Niðurstaðan varð 1,7 prósenta launahækkun í stað allt að 30 prósenta hækkunar. Þetta voru þó ekki endalokin því þegar kom að því að skipa í Kjaradóm á ný nokkrum mánuðum síðar höfnuðu allir þrír mennirnir í Kjaradómi endurkjöri, að því er kom fram í Morgunblaðinu var ástæðan sú að lögin sem ríkisstjórnin setti og Alþingi samþykkti síðar svo óskýr að ekki væri ljóst hvernig Kjaradómur ætti að starfa. Haustið 1995 ætlaði svo aftur allt um koll að keyra þegar Kjaradómur ákvað að ráðherrar fengju tuttugu prósenta kauphækkun, og þingmenn tíu prósenta hækkun en við það bættist að forsætisnefnd Alþingis ákvað að þingmennskyldu fá skattfrjálsar starfstengdar greiðslur sem námu um fjórðungi þeirra launa sem þeir höfðu fyrir. Þrátt fyrir mikil mótmæli héldu þingmenn þessari launahækkun sinni.
Alþingi Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira