Sport

Kasper verður lánaður

Kasper Schmeichel á framtíðina fyrir sér, þó ógerlegt verði fyrir hann að feta í fótspor gamla mannsins, sem vann titla hvar sem hann steig niður fæti á sínum tíma
Kasper Schmeichel á framtíðina fyrir sér, þó ógerlegt verði fyrir hann að feta í fótspor gamla mannsins, sem vann titla hvar sem hann steig niður fæti á sínum tíma NordicPhotos/GettyImages

Stuart Pearce, stjóri Manchester City í ensku úrvalsdeildinni, segir að Kasper Schmeichel verði að öllum líkindum lánaður frá félaginu í eitt ár þegar markvörðurinn Nicky Weaver kemur úr láni frá Sheffield Wednesday eftir áramótin. Kasper er sonur hins fræga Peter Schmeichel sem gerði garðinn frægan hjá Manchester United á árunum.

"Við erum að fá Nicky til baka og þá sýnist mér að best sé að lána Kasper í einhvern tíma svo hann geti öðlast reynslu af því að spila með aðalliði." Kasper hefur enn ekki spilað leik með City, en undirritaði nýverið tveggja ára samning við félagið og ef hann er eitthvað í líkingu við pabba sinn, má eiga von á því að þar fari sterkur markvörður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×