Sport

Kobe Bryant skoraði 62 stig í þremur leikhlutum

Kobe Bryant blæs hér á puttana á sér til að kæla þá og glottir til áhorfenda, eftir að hafa skorað 62 stig á aðeins 33 mínútum.
Kobe Bryant blæs hér á puttana á sér til að kæla þá og glottir til áhorfenda, eftir að hafa skorað 62 stig á aðeins 33 mínútum.

Kobe Bryant fór hamförum með liði LA Lakers í auðveldum 112-90 sigri á Dallas, þar sem hann skoraði 62 stig í aðeins þremur leikhlutum og setti á svið einhverja mestu skotsýningu í sögu deildarinnar. Hann skoraði 30 stig í þriðja leikhlutanum einum, en það er það mesta í einum fjórðung í sögu LA Lakers og Bryant hafði skorað fleiri stig eftir þrjá fjórðunga en allt Dallas-liðið til samans.

Cleveland burstaði Utah Jazz 110-85. LeBron James skoraði 25 stig fyrir Cleveland en Gordan Gircek var með 16 hjá Utah.

Detroit sigraði Portland 93-89. Zach Randolph var með 37 stig hjá Portland, en Rip Hamilton skoraði 23 stig fyrir Detroit.

Miami sigraði Atlanta 111-92. Shaquille O´Neal skoraði 28 stig og hirti 10 fráköst hjá Miami, en nýliðinn Marvin Williams skoraði 26 stig fyrir Atlanta.

New Jersey sigraði LA Clippers 99-85. Vince Carter skoraði 35 stig fyrir New Jersey, en Elton Brand skoraði 21 stig og hirti 13 fráköst hjá Clippers.

Milwaukee lagði San Antonio í framlengingu 109-107 þar sem nýliðinn Andrew Bogut skoraði sigurkörfu Milwaukee á lokasekúndunni. Tim Duncan skoraði 34 stig og hirti 13 fráköst fyrir San Antonio, en Mo Williams skoraði 28 stig fyrir Milwaukee.

Charlotte lagði Chicago á útivelli 105-92. Raymond Felton skoraði 21 stig fyrir Charlotte, en Chris Duhon og Othella Harrington skoruðu 16 hvor fyrir Chicago.

Loks vann Phoenix aðveldan sigur á Seattle 111-83. Shawn Marion skoraði 28 stig fyrir Phoenix, en Ray Allen var með 26 hjá Seattle.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×