Innlent

VÍS kaupir breskt tryggingafyrirtæki

fremri röð frá vinstri, Finnur Ingólfsson forstjóri VÍS, John Levin stjórnarmaður í IGI, Clive Saron stjórnarformaður IGI. 
Aftari röð frá vinstri, Ásgeir Baldurs forstöðumaður Viðskiptaþróunar VÍS, Eggert Á. Sverrisson framkvæmdastjóri Tryggingaþjónustu VÍS, Arie Kremaris stjórnarmaður i IGI, Keith Wardell forstjóri IGI.
fremri röð frá vinstri, Finnur Ingólfsson forstjóri VÍS, John Levin stjórnarmaður í IGI, Clive Saron stjórnarformaður IGI. Aftari röð frá vinstri, Ásgeir Baldurs forstöðumaður Viðskiptaþróunar VÍS, Eggert Á. Sverrisson framkvæmdastjóri Tryggingaþjónustu VÍS, Arie Kremaris stjórnarmaður i IGI, Keith Wardell forstjóri IGI. MYND/VÍS

Vátryggingafélag Íslands hf., VÍS, keypti í dag 54% hlutafjár í breska tryggingafélaginu IGI Group Ltd., og er þar með fyrst íslenskra tryggingafélaga til að eignast meirihluta í erlendu tryggingafélagi.

VÍS tryggði sér jafnframt forkaupsrétt að enn stærri hlut í IGI þannig að félagið eignast 75% hlutafjár í IGI verði sá kaupréttur virkur. Kaupin á IGI eiga sér nokkurn aðdraganda og samningaviðræður hafa staðið frá því í júlí síðastliðnum. Samningurinn var undirritaður í Lundúnum í gær og er kaupverðið trúnaðarmál. IGI verður dótturfélag VÍS og hluti af samstæðu félagsins.

Áreiðanleikakönnun á IGI er lokið en breska fjármálaeftirlitið hefur kaupsamninginn nú til meðferðar. Beðið er niðurstöðu þess til að VÍS geti tekið við rekstri IGI. Er hennar að vænta innan níutíu daga. Forráðamenn VÍS segja góðar forsendur á því að hægt sé að stækka IGI og styrkja það til sóknar í Bretlandi, á markaði þar sem búa um 60 milljónir manna og tryggingaiðgjöld nema alls að jafnvirði um 4.500 milljarða íslenskra króna. Starfsmenn IGI eru á sjöunda tug og áætluð velta félagsins er rúmlega 22 milljónir sterlingspunda eða um 2,5 milljarðar króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×