Sport

Yfirtaka á næsta leiti hjá Aston Villa

David O´Leary hefur ekki næga peninga til að gera Villa að samkeppnishæfu liði að mati stuðningsmanna.
David O´Leary hefur ekki næga peninga til að gera Villa að samkeppnishæfu liði að mati stuðningsmanna. NordicPhotos/GettyImages

Stuðningsmenn Aston Villa bíða þess nú í ofvæni að írska stórfyrirtækið Comer Homes Group kaupi hlaut Doug Ellis í félaginu og trúa að það muni hafa í för með sér að Villa komi sér á kortið með stóru liðunum á Englandi.

Doug Ellis er kominn á nýræðisaldur og hefur verið við stjórnvölinn hjá félaginu í mörg ár. Talsmaður stuðningsmannafélags Aston Villa segir þó að meirihluti fylgismanna liðsins vilji að nýju blóði verði hleypt inn í félagið.

"Aston Villa hefur aldrei byrjað jafn illa í úrvalsdeildinni og í ár og við höfum horft á lið eins og Charlton og Bolton, ekki aðeins ná okkur að styrkleika, heldur fara fram úr okkur. Við teljum þessvegna að tími sé kominn á breytingar," sagði talsmaðurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×