Bíó og sjónvarp

Handhafar Eddu 2004

Edduverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á hótel Nordica þann 14. nóvember 2004. Hlaut kvikmyndin Kaldaljós flest verðlaun. Heiðursverðlaun ÍKSA 2004 hlaut Páll Steingrímsson kvikmyndagerðarmaður fyrir langan og farsælan feril á sviði heimildamynda, með sérstaka áherslu á náttúru og umhverfi.

Eftirtalin verk og einstaklingar hlutu Edduverðlaun:

Leikari ársins í aðalhlutverki:

Ingvar E. Sigurðsson fyrir leik sinn í Kaldaljós



Leikari ársins í aukahlutverki:


Kristbjörg Kjeld fyrir leik sinn í Kaldaljós

Skemmtiþáttur ársins í sjónvarpi:

Spaugstofan (RÚV)

Sjónvarpsþáttur ársins:

Sjálfstætt fólk (Stöð 2)



Heimildamynd ársins:


Blindsker

Leikstjóri Ólafur Jóhannesson

Hljóð og mynd:

Sigurður Sverrir Pálsson fyrir kvikmyndatöku á Kaldaljósi

Útlit myndar:

Helga Rós Hanna fyrir búninga í Svínasúpunni

Handrit ársins:

Huldar Breiðfjörð fyrir Næsland

Leikstjóri ársins:

Hilmar Oddsson fyrir Kaldaljós

Bíómynd ársins:

Kaldaljós eftir Hilmar Oddsson

Stuttmynd ársins:

Síðasti bærinn eftir Rúnar Rúnarsson

Leikið sjónvarpsefni ársins:

Njálssaga eftir Björn Br. Björnsson



Tónlistarmyndband ársins:


Stop in the name of love (Bang Gang)

Leikstjóri: Ragnar Bragason






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.