Tilnefningar til Eddunnar: Heimildamynd ársins 28. október 2005 17:26 RITHÖFUNDUR MEÐ MYNDAVÉL eftir Helgu BrekkanÓvenju vel unnin mynd um óvenjulegan mann. Myndum Guðbergs sjálfs frá Grindavík, Spáni og Portúgal er listilega fléttað saman við frásagnir hans og skáldskap; hið hversdagslega og hið skáldlega renna áreynslulaust í eitt og mynda sterka heild. Myndin byggir á súper 8 kvikmyndum sem rithöfundurinn Guðbergur Bergsson tók á Spáni, Portúgal, Azor eyjum og á Íslandi á sjöunda áratugnum en í myndinni sjáum við að rætur hans eru í Grindavík þar sem hann ólst upp. Segja má að myndin sé óformleg sjálfsævisaga Guðbergs. FRAMLEIÐANDI: Hrönn Kristinsdóttir STJÓRNANDI/LEIKSTJÓRI/HANDRIT: Helga Brekkan RAGNAR Í SMÁRA eftir Guðnýju HalldórsdótturHér tekst sérstaklega vel til með samspil eldra myndefnis, viðtala og leikinna atriða. Rauður þráður myndarinnar, jeppinn hans Ragnars, er snjöll lausn á framvindu sögunnar og myndin dregur upp skemmtilega og skýra mynd af þessum einstaka manni. FRAMLEIÐANDI: Halldór Þorgeirsson LEIKSTJÓRI: Guðný Halldórsdóttir HANDRIT: Sigurður Valgeirsson AFRICA UNITED eftir Ólaf JóhannessonSkemmtileg mynd um fótboltalið í þriðju deild. Fjölbreytt persónugalleríið lifnar á tjaldinu og ástríða þjálfarans og leikmannanna smitar áhorfandann. Myndin er vel unnin á allan hátt og sagan gengur upp í lok myndarinnar. FRAMLEIÐANDI: Ragnar Santos, Benedikt Jóhannesson, Ólafur Jóhannesson STJÓRNANDI/LEIKSTJÓRI: Ólafur Jóhannesson HANDRIT: Ólafur Jóhannesson UNDIR STJÖRNUHIMNI. eftir Helga Felixson og Titti Johnson.Myndin um Friedu Darvel er gerð með óvenjulegri næmni fyrir viðfangsefninu. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður er myndatökumaðurinn sífellt vakandi fyrir því sem gerist og tekst að fanga augnablikið sem öllu skiptir um leið og merkja má að höfundarnir njóta fullst trausts þeirra sem um er fjallað. FRAMLEIÐANDI: Helgi Felixsson/Hrönn Kristinsdóttir STJÓRNANDI/LEIKSTJÓRI: Helgi Felixson/Titti Johnson HANDRIT: Titti Johnson GARGANDI SNILLD eftir Ara AlexanderHér er tónlistin í forgrunni og verður eins og einn þátttakenda í samræðum við listamennina sjálfa sem lýsa ólíkum viðhorfum sínum til tónlistarsköpunar. Afar vönduð tæknivinna á öllum sviðum einkennir myndina. FRAMLEIÐANDI: Palomar Pictures / Zik Zak kvikmyndir STJÓRNANDI/LEIKSTJÓRI/HANDRIT: Ari Alexander Ergis Magnússon Eddan Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
RITHÖFUNDUR MEÐ MYNDAVÉL eftir Helgu BrekkanÓvenju vel unnin mynd um óvenjulegan mann. Myndum Guðbergs sjálfs frá Grindavík, Spáni og Portúgal er listilega fléttað saman við frásagnir hans og skáldskap; hið hversdagslega og hið skáldlega renna áreynslulaust í eitt og mynda sterka heild. Myndin byggir á súper 8 kvikmyndum sem rithöfundurinn Guðbergur Bergsson tók á Spáni, Portúgal, Azor eyjum og á Íslandi á sjöunda áratugnum en í myndinni sjáum við að rætur hans eru í Grindavík þar sem hann ólst upp. Segja má að myndin sé óformleg sjálfsævisaga Guðbergs. FRAMLEIÐANDI: Hrönn Kristinsdóttir STJÓRNANDI/LEIKSTJÓRI/HANDRIT: Helga Brekkan RAGNAR Í SMÁRA eftir Guðnýju HalldórsdótturHér tekst sérstaklega vel til með samspil eldra myndefnis, viðtala og leikinna atriða. Rauður þráður myndarinnar, jeppinn hans Ragnars, er snjöll lausn á framvindu sögunnar og myndin dregur upp skemmtilega og skýra mynd af þessum einstaka manni. FRAMLEIÐANDI: Halldór Þorgeirsson LEIKSTJÓRI: Guðný Halldórsdóttir HANDRIT: Sigurður Valgeirsson AFRICA UNITED eftir Ólaf JóhannessonSkemmtileg mynd um fótboltalið í þriðju deild. Fjölbreytt persónugalleríið lifnar á tjaldinu og ástríða þjálfarans og leikmannanna smitar áhorfandann. Myndin er vel unnin á allan hátt og sagan gengur upp í lok myndarinnar. FRAMLEIÐANDI: Ragnar Santos, Benedikt Jóhannesson, Ólafur Jóhannesson STJÓRNANDI/LEIKSTJÓRI: Ólafur Jóhannesson HANDRIT: Ólafur Jóhannesson UNDIR STJÖRNUHIMNI. eftir Helga Felixson og Titti Johnson.Myndin um Friedu Darvel er gerð með óvenjulegri næmni fyrir viðfangsefninu. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður er myndatökumaðurinn sífellt vakandi fyrir því sem gerist og tekst að fanga augnablikið sem öllu skiptir um leið og merkja má að höfundarnir njóta fullst trausts þeirra sem um er fjallað. FRAMLEIÐANDI: Helgi Felixsson/Hrönn Kristinsdóttir STJÓRNANDI/LEIKSTJÓRI: Helgi Felixson/Titti Johnson HANDRIT: Titti Johnson GARGANDI SNILLD eftir Ara AlexanderHér er tónlistin í forgrunni og verður eins og einn þátttakenda í samræðum við listamennina sjálfa sem lýsa ólíkum viðhorfum sínum til tónlistarsköpunar. Afar vönduð tæknivinna á öllum sviðum einkennir myndina. FRAMLEIÐANDI: Palomar Pictures / Zik Zak kvikmyndir STJÓRNANDI/LEIKSTJÓRI/HANDRIT: Ari Alexander Ergis Magnússon
Eddan Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira