Bíó og sjónvarp

Tilnefningar til Eddunnar: Skemmtiþáttur ársins

IDOL – STJÖRNULEIT II - Stöð 2Glæsileg framleiðsla og stór í sniðum, íslenskir kvikmyndagerðarmenn og sjónvarpsstjörnur sýna að ekki skortir á þekkingu að staðfæra erlendar þáttahugmyndir með glæsibrag. Öll umgjörð þáttarins er til fyrirmyndar og tengin við þjóðarsálina bæði til land og sjávar ótvíræð. Framleiðsla sem hefur frá upphafi verið stór viðburður í íslenskum sjónvarpsiðnaði.

FRAMLEIÐANDI: STÖÐ 2, Þór Freysson

STJÓRNANDI / LEIKSTJÓRI: ÞÓR FREYSSON

SJÁUMST MEÐ SYLVIU NÓTT - Skjár1Einstæð leiktúlkun Ágústu Evu Erlendsdóttur í hlutverki Silvíu Nótt. Traust persónusköpun, frumlega framsettur boðskapur og gagnrýni ásamt snarpri og margræðri kvikmyndavinnslu eru ástæður þess að Sjáumst með Silvíu Nótt er tilnefnd til edduverðlauna. Þrátt fyrir að finna megi fyrimyndir eru þættirnir einstaklega frumlegir og bera hugmyndaflugi íslenskra listamanna gott vitni.

FRAMEIÐANDI: Meistari Alheimsins, fyrir Skjá 1

STJÓRNANDI/LEIKSTJÓRI: Gaukur Úlfarsson

ÞAÐ VAR LAGIÐ - Stöð2Hinn fullkomni fjölskylduþáttur sem nær, þegar best lætur, til allra aldurshópa. Einstaklega fagleg endurkoma Hemma Gunn sem tekst af mikilli list að hlada upp stemmningu í vandasamri stjórnun. Það var lagið sýnir að íslendingar eiga hæfileikafólk sem geta framleitt vandað afþreyingarefni fyrir sjónvarp - af bestu gæðum

FRAMLEIÐANDI: SagaFilm

STJORNANDI/LEIKSTJÓRI: Maríanna Friðjónsdóttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×