Ekkert óeðlilegt við kaupverð Sterling 24. október 2005 19:48 Fyrrverandi eigandi Sterling er sannfærður um að hann fái meira fyrir félagið en fimmtán milljarða samningurinn við FL-Group segir til um. Hann segir ekkert óeðlilegt við kaupverðið en sjálfur greiddi hann fjóra milljarða fyrir Sterling fyrir hálfu ári. Fjárfestarnir sem áttu Sterling og seldu græddu allt að ellefu milljarða á sölunni. Pálmi Haraldsson og Jóhannes Kristinsson keyptu Sterling á fjóra milljarða og því hefur félagið hækkað gríðarlega í verði á hálfu ári. Nú var það selt á fimmtán milljarða. Pálmi sagði í samtali við fréttastofuna að hann hefði selt félagið ódýrt. Við kaupverðið á Sterling bættust kaupin á helmingi stærra flugfélagi en Sterling, þ.e. Maersk. Kaupverðið á því er ekki gefið upp þar sem það er trúnaðarmál samkvæmt samningum við A.P. Möller, fyrrverandi eiganda félagsins. Pálmi segist hins vegar hafa greitt fyrir félagið og vísar á bug fregnum danskra fjölmiðla um að A.P. Möller hafi greitt með félaginu. Hann kveðst hafa tröllatrú á Sterling og þess vegna sé hann sáttur við samninginn við FL Group, sem setur félaginu afkomumarkmið. Náist þau ekki getur kaupverðið lækkað um allt að fimm milljarða. Pálmi segist sannfærður um að markmiðið náist og gott betur, þannig að hann fái að lokum meira en ellefu milljarða í sinn hlut. Allir þeir sem fréttastofan hefur rætt við í dag undrast engu að síður verðmætaaukninguna og Vilhjálmur Bjarnason, viðskiptafræðingur og hluthafi í FL-Group, vill fá útskýringar á því hvernig á þessu stendur. En það er fleira en verðmætaaukningin sem vekur athygli, til að mynda náin tengsl fjárfestanna sem áttu Sterling og nokkurra stórra eigenda í FL-Group. Þeir Jón Ásgeir Jóhannesson í Baugi og Pálmi Haraldsson hafa margoft fjárfest saman, til að mynda í Skeljungi og Fréttablaðinu 2003. Þeir áttu um hríð saman í Flugleiðum og sátu þar í stjórn. Náin tengsl þeirra og Hannesar Smárasonar, forstjóra FL Group, hafa vakið spurningar um hvort að þeir hafi með einhverjum hætti staðið saman að kaupunum á Sterling og að ætlunin hafi ávallt verið að selja það FL Group. Skömmu eftir kaup Fons-manna á Sterling gekk stór hluti stjórnar FL Group út og nefndu þá sumir stjórnarmannanna að þessa fléttu. Hannes Smárason hefur vísað henni á bug. Pálmi og fjárfestingafélagi hans, Jóhannes í Fons, eiga einnig Iceland Express en Pálmi segir þá nú munu fela fyrirtækjasviði einhvers bankans að selja félagið. Nú þegar hafi nokkrir lýst áhuga á því en hann vill ekki ræða hugsanlegt kaupverð. Félagið hafi gengið mjög vel, sé nú rekið með hagnaði og ugglaust hafi margir á því áhuga. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Sjá meira
Fyrrverandi eigandi Sterling er sannfærður um að hann fái meira fyrir félagið en fimmtán milljarða samningurinn við FL-Group segir til um. Hann segir ekkert óeðlilegt við kaupverðið en sjálfur greiddi hann fjóra milljarða fyrir Sterling fyrir hálfu ári. Fjárfestarnir sem áttu Sterling og seldu græddu allt að ellefu milljarða á sölunni. Pálmi Haraldsson og Jóhannes Kristinsson keyptu Sterling á fjóra milljarða og því hefur félagið hækkað gríðarlega í verði á hálfu ári. Nú var það selt á fimmtán milljarða. Pálmi sagði í samtali við fréttastofuna að hann hefði selt félagið ódýrt. Við kaupverðið á Sterling bættust kaupin á helmingi stærra flugfélagi en Sterling, þ.e. Maersk. Kaupverðið á því er ekki gefið upp þar sem það er trúnaðarmál samkvæmt samningum við A.P. Möller, fyrrverandi eiganda félagsins. Pálmi segist hins vegar hafa greitt fyrir félagið og vísar á bug fregnum danskra fjölmiðla um að A.P. Möller hafi greitt með félaginu. Hann kveðst hafa tröllatrú á Sterling og þess vegna sé hann sáttur við samninginn við FL Group, sem setur félaginu afkomumarkmið. Náist þau ekki getur kaupverðið lækkað um allt að fimm milljarða. Pálmi segist sannfærður um að markmiðið náist og gott betur, þannig að hann fái að lokum meira en ellefu milljarða í sinn hlut. Allir þeir sem fréttastofan hefur rætt við í dag undrast engu að síður verðmætaaukninguna og Vilhjálmur Bjarnason, viðskiptafræðingur og hluthafi í FL-Group, vill fá útskýringar á því hvernig á þessu stendur. En það er fleira en verðmætaaukningin sem vekur athygli, til að mynda náin tengsl fjárfestanna sem áttu Sterling og nokkurra stórra eigenda í FL-Group. Þeir Jón Ásgeir Jóhannesson í Baugi og Pálmi Haraldsson hafa margoft fjárfest saman, til að mynda í Skeljungi og Fréttablaðinu 2003. Þeir áttu um hríð saman í Flugleiðum og sátu þar í stjórn. Náin tengsl þeirra og Hannesar Smárasonar, forstjóra FL Group, hafa vakið spurningar um hvort að þeir hafi með einhverjum hætti staðið saman að kaupunum á Sterling og að ætlunin hafi ávallt verið að selja það FL Group. Skömmu eftir kaup Fons-manna á Sterling gekk stór hluti stjórnar FL Group út og nefndu þá sumir stjórnarmannanna að þessa fléttu. Hannes Smárason hefur vísað henni á bug. Pálmi og fjárfestingafélagi hans, Jóhannes í Fons, eiga einnig Iceland Express en Pálmi segir þá nú munu fela fyrirtækjasviði einhvers bankans að selja félagið. Nú þegar hafi nokkrir lýst áhuga á því en hann vill ekki ræða hugsanlegt kaupverð. Félagið hafi gengið mjög vel, sé nú rekið með hagnaði og ugglaust hafi margir á því áhuga.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Sjá meira