Hnuplað fyrir milljarða 11. október 2005 00:01 Búðarþjófar leggja oft mikið á sig við iðju sína og beita ótrúlegustu aðferðum. Íslendingar stálu úr verslunum á síðasta ári fyrir einn komma átta milljarða króna. Spenna, gróðafíkn eða fátækt býr gjarnan að baki búðahnuplinu. Það er ljóst að þjófnaður í verslunum á Íslandi er talsvert vandamál, að minnsta kosti ef litið er á þá háu tölu sem sýnir umfang þess. Samkvæmt rannsókn, sem gerð var umfangi og ástæðum rýrnunar vegna þjófnaða og svika í verslunum í tuttugu og fimm Evrópulöndum, þar á meðal Íslandi, þá stálu landsmenn fyrir 1,8 milljarða króna í fyrra. Athygli vekur, í samanburði við hin löndin, að þjófnaður starfsmanna í verslunum er mestur hér á landi, en þjófnaður viðskiptavina minnstur. Mestum verðmætum er stolið í fataverslunum, raftækjaverslunum og öðrum sérverslunum, og miklu er einnig stolið í dagvöruverslunum. Framkvæmdastjóri Hagkaupa, Gunnar Ingi Sigurðsson, segir oft sama fólkið ítrekað tekið fyrir þjófnað, fólk á öllum aldri. Nánast öllu sé stolið, allt frá geisladiskum, matvörum upp í sjónvarpstæki. Gunnar nefnir sem dæmi mann sem komið hafi á hækjum inn í verlsunina og sett sjónvarp í innkaupakerru og fengið aðstoð starfsmanns við að koma tækinu, ógreiddu, út í bíl. Hann hafi svo verið nappaður þegar hann náðist. En hvers vegna stelur fólk? Þórarinn Hjaltason sálfræðingur segir ýmsar ástæður vera fyrir því; blankheit og ýmislegt annað. Þórarinn Hjaltason segir að þeir sem eru stelsjúkir gangist undir svipaða meðferð og þeir sem stríða við spilafíkn. Unnið sé með hugræna þáttinn og reynt að fá einstaklinginn til þess að skilja afleiðingar gjörða sinna, og einnig að fá hann, ef hann stelur áfram, til þess að skila vörunni tilbaka. Þórarinn segir að skða þurfi ástæður þess að fólk steli og oftar en ekki sé það spennan við hnuplið sem heilli; spennufallið þegar hnuplinu sé lokið sé fíknin sem fólk sækist í. Kostnaður við öryggiseftirlit er áætlaður 500 milljónir króna. Samtals er kostnaður við hnupl og þjófnaði talinn vera 2,3 milljarðar, eða átta þúsund krónur á mann. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Búðarþjófar leggja oft mikið á sig við iðju sína og beita ótrúlegustu aðferðum. Íslendingar stálu úr verslunum á síðasta ári fyrir einn komma átta milljarða króna. Spenna, gróðafíkn eða fátækt býr gjarnan að baki búðahnuplinu. Það er ljóst að þjófnaður í verslunum á Íslandi er talsvert vandamál, að minnsta kosti ef litið er á þá háu tölu sem sýnir umfang þess. Samkvæmt rannsókn, sem gerð var umfangi og ástæðum rýrnunar vegna þjófnaða og svika í verslunum í tuttugu og fimm Evrópulöndum, þar á meðal Íslandi, þá stálu landsmenn fyrir 1,8 milljarða króna í fyrra. Athygli vekur, í samanburði við hin löndin, að þjófnaður starfsmanna í verslunum er mestur hér á landi, en þjófnaður viðskiptavina minnstur. Mestum verðmætum er stolið í fataverslunum, raftækjaverslunum og öðrum sérverslunum, og miklu er einnig stolið í dagvöruverslunum. Framkvæmdastjóri Hagkaupa, Gunnar Ingi Sigurðsson, segir oft sama fólkið ítrekað tekið fyrir þjófnað, fólk á öllum aldri. Nánast öllu sé stolið, allt frá geisladiskum, matvörum upp í sjónvarpstæki. Gunnar nefnir sem dæmi mann sem komið hafi á hækjum inn í verlsunina og sett sjónvarp í innkaupakerru og fengið aðstoð starfsmanns við að koma tækinu, ógreiddu, út í bíl. Hann hafi svo verið nappaður þegar hann náðist. En hvers vegna stelur fólk? Þórarinn Hjaltason sálfræðingur segir ýmsar ástæður vera fyrir því; blankheit og ýmislegt annað. Þórarinn Hjaltason segir að þeir sem eru stelsjúkir gangist undir svipaða meðferð og þeir sem stríða við spilafíkn. Unnið sé með hugræna þáttinn og reynt að fá einstaklinginn til þess að skilja afleiðingar gjörða sinna, og einnig að fá hann, ef hann stelur áfram, til þess að skila vörunni tilbaka. Þórarinn segir að skða þurfi ástæður þess að fólk steli og oftar en ekki sé það spennan við hnuplið sem heilli; spennufallið þegar hnuplinu sé lokið sé fíknin sem fólk sækist í. Kostnaður við öryggiseftirlit er áætlaður 500 milljónir króna. Samtals er kostnaður við hnupl og þjófnaði talinn vera 2,3 milljarðar, eða átta þúsund krónur á mann.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira