Nýtt lið sem hleypur inn á völlinn 6. október 2005 00:01 "Undirbúningurinn hefur ekki verið upp á það besta. Það vantar marga lykilmenn og nánast nýtt lið sem hleypur inn á völlinn. Flestir leikmannanna eru ungir að árum og að stíga sín fyrstu skref og oft ná þeir að spila upp fyrir sig í svona leikjum," sagði Ásgeir Sigurvinsson, landsliðsþjálfari Íslands, við Fréttablaðið eftir seinni æfingu landsliðsins í dag. Ísland mætir Póllandi í vináttulandsleik í Varsjá kl. 15 á morgun en Pólverjar hafa komið allra liða mesta á óvart í undankeppni HM en þeir mæta Englendingum í hreinum úrslitaleik í 6. riðli á Old Trafford á miðvikudaginn um sæti á HM. Á sama tíma sækja Íslendingar Svía heim í Stokkhólmi. Indriði Sigurðsson tók þátt í síðari æfingu landsliðsins í Varsjá í dag en hann sleppti þeirri fyrri vegna veikinda. Að sögn Ásgeirs verður Indriði örugglega með í leiknum í morgun. Þá sagði Ásgeir að líklega fá allir leikmenn hópsins að spreyta sig en í honum eru tveir nýliðar, þeir Daði Lárusson og Sölvi Geir Ottesen. Ásgeir vildi ekki gefa upp hver yrði fyrirliði Íslands gegn Póllandi en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Brynjar Björn Gunnarsson bera fyrirliðabandið í fyrsta sinn en hann leikur . "Við förum varlega inn í leikinn og spilum frekar aftarlega og leggjum áherslu á agaðan varnarleik. Ég hef enga trú á öðru en Pólverjar stilli upp sínu sterkasta liði enda leikurinn mikilvægur undirbúningur fyrir Englandsleikinn. Pólska knattspyrnulandsliðið er gríðarlega vinsælt um þessar mundir hér í Póllandi sem er auðvitað í takt við árangur liðsins en þeir eru langt komnir á HM. Pólland spilar 4-4-2. Þeir eru með öfluga framherja, vinnusama og marksækna miðjumenn og vörn vel skipulögð og öguð," segir Ásgeir. Ásgeir og Logi Ólafsson tilkynna byrjunarliðið á morgun en sem kunnugt er vantar átta leikmenn, þar á meðal alla þrjá sem leika í ensku úrvalsdeildinni, þá Eið Smára Guðjohnsen, Hermann Hreiðarsson og Heiðar Helguson. Þá er aðalmarkvörður Íslands, Árni Gautur Arason, fjarverandi. Líklegt byrjunarlið er þannig skipað (4-2-3-1): Markvörður: Kristján Finnbogason. Vörn: Kristján Örn Sigurðsson, Auðun Helgason, Stefán Gíslason og Indriði Sigurðsson. Djúpir miðjumenn eru Brynjar Björn Gunnarsson og Kári Árnason. Framar á miðjunni Grétar Rafn Steinsson, Gylfi Einarsson og Arnar Þór Viðarsson. Framherji: Hannes Þ. Sigurðsson. Íslenski boltinn Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn Leik lokið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Fleiri fréttir „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Leik lokið: Fram - FH 34-33 | Hádramatísk framlenging skaut Fram í úrslit Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Sjá meira
"Undirbúningurinn hefur ekki verið upp á það besta. Það vantar marga lykilmenn og nánast nýtt lið sem hleypur inn á völlinn. Flestir leikmannanna eru ungir að árum og að stíga sín fyrstu skref og oft ná þeir að spila upp fyrir sig í svona leikjum," sagði Ásgeir Sigurvinsson, landsliðsþjálfari Íslands, við Fréttablaðið eftir seinni æfingu landsliðsins í dag. Ísland mætir Póllandi í vináttulandsleik í Varsjá kl. 15 á morgun en Pólverjar hafa komið allra liða mesta á óvart í undankeppni HM en þeir mæta Englendingum í hreinum úrslitaleik í 6. riðli á Old Trafford á miðvikudaginn um sæti á HM. Á sama tíma sækja Íslendingar Svía heim í Stokkhólmi. Indriði Sigurðsson tók þátt í síðari æfingu landsliðsins í Varsjá í dag en hann sleppti þeirri fyrri vegna veikinda. Að sögn Ásgeirs verður Indriði örugglega með í leiknum í morgun. Þá sagði Ásgeir að líklega fá allir leikmenn hópsins að spreyta sig en í honum eru tveir nýliðar, þeir Daði Lárusson og Sölvi Geir Ottesen. Ásgeir vildi ekki gefa upp hver yrði fyrirliði Íslands gegn Póllandi en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Brynjar Björn Gunnarsson bera fyrirliðabandið í fyrsta sinn en hann leikur . "Við förum varlega inn í leikinn og spilum frekar aftarlega og leggjum áherslu á agaðan varnarleik. Ég hef enga trú á öðru en Pólverjar stilli upp sínu sterkasta liði enda leikurinn mikilvægur undirbúningur fyrir Englandsleikinn. Pólska knattspyrnulandsliðið er gríðarlega vinsælt um þessar mundir hér í Póllandi sem er auðvitað í takt við árangur liðsins en þeir eru langt komnir á HM. Pólland spilar 4-4-2. Þeir eru með öfluga framherja, vinnusama og marksækna miðjumenn og vörn vel skipulögð og öguð," segir Ásgeir. Ásgeir og Logi Ólafsson tilkynna byrjunarliðið á morgun en sem kunnugt er vantar átta leikmenn, þar á meðal alla þrjá sem leika í ensku úrvalsdeildinni, þá Eið Smára Guðjohnsen, Hermann Hreiðarsson og Heiðar Helguson. Þá er aðalmarkvörður Íslands, Árni Gautur Arason, fjarverandi. Líklegt byrjunarlið er þannig skipað (4-2-3-1): Markvörður: Kristján Finnbogason. Vörn: Kristján Örn Sigurðsson, Auðun Helgason, Stefán Gíslason og Indriði Sigurðsson. Djúpir miðjumenn eru Brynjar Björn Gunnarsson og Kári Árnason. Framar á miðjunni Grétar Rafn Steinsson, Gylfi Einarsson og Arnar Þór Viðarsson. Framherji: Hannes Þ. Sigurðsson.
Íslenski boltinn Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn Leik lokið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Fleiri fréttir „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Leik lokið: Fram - FH 34-33 | Hádramatísk framlenging skaut Fram í úrslit Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Sjá meira