Erlent

110 uppreisnarmenn handsamaðir

Bandarískar hersveitir hafa handsamað hundrað og tíu uppreisnarmenn í borginni Haklanía í Írak undanfarna tvo daga. Vel á þriðja þúsund hermanna hafa gengið í hvert hús í borginni sem er eitt helsta vígi uppreisnarmanna við landamæri Sýrlands. Flestir íbúa borgarinnar hafa þegar flúið og á götum úti eru nánast eingöngu hermenn og skriðdrekar. Bandaríkjaher ætlar ekki að gera sömu mistök og síðast þegar ráðist var inn í Anbar-hérað, þegar uppreisnarmenn komu jafnharðan aftur, og því munu nokkur hundruð hermenn halda til í borginni næstu mánuðina. Í gær létust minnst tuttugu og fimm manns og nærri níutíu slösuðust þegar sprengja sprakk við inngang mosku í borginni Hillah þar sem mörg hundruð sjítar höfðu safnast saman.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×