Kærður fyrir að áreita stúlkur 4. október 2005 00:01 Karlmaður á Akranesi hefur verið kærður til lögreglu fyrir að senda ungum stúlkum í bænum kynferðisleg skilaboð í gegnum farsíma. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa beitt unga frænku sína grófu kynferðislegu ofbeldi um sex ára skeið fyrir nokkrum árum, en sýknaður í Hæstarétti vegna slælegra vinnubragða við rannsókn málsins. Móðir stúlkunnar kærði manninn í lok ársins 2000. Stúlkan hafði greint foreldrum sínum frá því að maðurinn hefði beitt sig kynferðislegu ofbeldi frá því hún var 8 ára gömul árið 1993 og þar til hún var 13 ára. Í kjölfarið var hann dæmdur í eins árs fangelsi í Héraðsdómi. Hann var hins vegar sýknaður í Hæstarétti vorið 2002 vegna slælegra vinnubragða við rannsókn málsins á sínum tíma og hefur því verið laus allra mála síðan. Í gærkvöldi lögðu foreldrar tveggja stúlkna á aldrinum 12 og 13 ára fram tilkynningu til lögreglu því börnum þeirra hefði ítrekað borist símskeyti í farsímann sinn frá manninum. Öll hafi þau haft kynferðislegan og tælandi undirtón á borð við: „Ég elska þig - ég vil kúra hjá þér - hvernig líkar þér við mig?“ Maðurinn, sem er á fertugsaldri, byrjaði á því að hafa samband við yngri dótturina en kom sér svo í samband við þá eldri. Börnin höfðu samskipti á móti í þeirri trú að þau væru sakleysisleg. Sendingarnar höfðu átt sér stað um nokkurt skeið áður en foreldrar urðu þess áskynja. Fyrstu viðbrögð foreldranna voru gríðarleg reiði í garð mannsins enda búið að vara þau við honum. Faðir stúlkunnar segist vita til þess að maðurinn hafi sent öðrum börnum á svæðinu viðlíka símskeyti en foreldrar annarra barna hafi ekki tilkynnt málið en þess í stað talað sjálfir við manninn. Faðirinn segist afar undrandi á því að manninum hafi ekki verið útskúfað úr samfélaginu eftir allt sem á undan hafi gengið. Ótrúlegt sé að fólk trúi ekki neinu misjöfnu upp á mann sem þó hafi verið sakfelldur í Héraðsdómi fyrir gróf kynferðisafbrot. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Karlmaður á Akranesi hefur verið kærður til lögreglu fyrir að senda ungum stúlkum í bænum kynferðisleg skilaboð í gegnum farsíma. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa beitt unga frænku sína grófu kynferðislegu ofbeldi um sex ára skeið fyrir nokkrum árum, en sýknaður í Hæstarétti vegna slælegra vinnubragða við rannsókn málsins. Móðir stúlkunnar kærði manninn í lok ársins 2000. Stúlkan hafði greint foreldrum sínum frá því að maðurinn hefði beitt sig kynferðislegu ofbeldi frá því hún var 8 ára gömul árið 1993 og þar til hún var 13 ára. Í kjölfarið var hann dæmdur í eins árs fangelsi í Héraðsdómi. Hann var hins vegar sýknaður í Hæstarétti vorið 2002 vegna slælegra vinnubragða við rannsókn málsins á sínum tíma og hefur því verið laus allra mála síðan. Í gærkvöldi lögðu foreldrar tveggja stúlkna á aldrinum 12 og 13 ára fram tilkynningu til lögreglu því börnum þeirra hefði ítrekað borist símskeyti í farsímann sinn frá manninum. Öll hafi þau haft kynferðislegan og tælandi undirtón á borð við: „Ég elska þig - ég vil kúra hjá þér - hvernig líkar þér við mig?“ Maðurinn, sem er á fertugsaldri, byrjaði á því að hafa samband við yngri dótturina en kom sér svo í samband við þá eldri. Börnin höfðu samskipti á móti í þeirri trú að þau væru sakleysisleg. Sendingarnar höfðu átt sér stað um nokkurt skeið áður en foreldrar urðu þess áskynja. Fyrstu viðbrögð foreldranna voru gríðarleg reiði í garð mannsins enda búið að vara þau við honum. Faðir stúlkunnar segist vita til þess að maðurinn hafi sent öðrum börnum á svæðinu viðlíka símskeyti en foreldrar annarra barna hafi ekki tilkynnt málið en þess í stað talað sjálfir við manninn. Faðirinn segist afar undrandi á því að manninum hafi ekki verið útskúfað úr samfélaginu eftir allt sem á undan hafi gengið. Ótrúlegt sé að fólk trúi ekki neinu misjöfnu upp á mann sem þó hafi verið sakfelldur í Héraðsdómi fyrir gróf kynferðisafbrot.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira