Slæmur fyrri hálfleikur í gær 24. september 2005 00:01 Íslenska kvennalandsliðið tapaði í gær fyrir Tékkum 1-0 í undankeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Kína árið 2007. Mark Tékka kom eftir aðeins átta mínútna leik. Íslenska liðið sá aldrei til sólar í fyrri hálfleik en lék mun betur í þeim seinni og var óheppið að vinna ekki. Höfðu byrjað vel Fyrir leikinn í gær var íslenska liðið í efsta sæti riðilsins. Fyrstu tveir leikirnir voru góðir hjá liðinu, fyrst vannst sigur á Hvít-Rússum hér heima og svo jafntefli við Svía í eftirminnilegum leik ytra.Það var því mikið sjálfstraust í íslenska landsliðinu sem mætti því tékkneska í smábænum Kravare í gær. Eftir slakan fyrri hálfleik notuðu íslensku stelpurna hálfleikinn til að þjappa sér saman og það var engu líkara en það væri nýtt íslenskt lið sem kom út úr búningsherbergjunum í síðari hálfleik. Þá fór boltinn að rúlla betur og fjölmörg færi sköpuðust. Það besta féll í skaut Margréti Láru Viðarsdóttur sem fór illa að ráði sínu í góðu færi. Mikil vonbrigði Jörundur Áki Sveinsson landsliðsþjálfari var að vonum ekki sáttur að leik loknum. „Þessi úrslit eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur. Við erum öll hundfúl og stelpurnar eru sársvekktar að hafa ekki í það minnsta náð jafntefli. Við sáum aldrei til sólar í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik sköpuðum við okkur mikið af færum. Við vorum óheppnar að jafna ekki sérstaklega þegar Margrét Lára skoraði ekki. Úr slíkum færum skorar Margrét Lára úr í níutíuogníu skiptum af hundrað. Svona er fótboltinn," sagði Jörundur Áki. Aðspurður hvaða leikmann hann hafi verið ánægðastur með sagði Jörundur: „Ég var í raun og veru ekki ánægður með einn eða neinn. Olga Færseth átti að vísu góða innkomu í byrjun síðari hálfleiks og á hrós skilið. Þetta tap í dag setur okkur í mjög erfið mál því aðeins eitt lið fer áfram úr riðlinum." Á sama tíma og íslenska liðið brotlenti gegn því tékkneska sigruðu sænsku stelpurnar þær hvítrússnesku með sex mörkum gegn engu og eru því komnar í efsta sæti riðilsins. Íslenski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Fleiri fréttir Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Skagamenn kaupa Hauk frá Lille „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið tapaði í gær fyrir Tékkum 1-0 í undankeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Kína árið 2007. Mark Tékka kom eftir aðeins átta mínútna leik. Íslenska liðið sá aldrei til sólar í fyrri hálfleik en lék mun betur í þeim seinni og var óheppið að vinna ekki. Höfðu byrjað vel Fyrir leikinn í gær var íslenska liðið í efsta sæti riðilsins. Fyrstu tveir leikirnir voru góðir hjá liðinu, fyrst vannst sigur á Hvít-Rússum hér heima og svo jafntefli við Svía í eftirminnilegum leik ytra.Það var því mikið sjálfstraust í íslenska landsliðinu sem mætti því tékkneska í smábænum Kravare í gær. Eftir slakan fyrri hálfleik notuðu íslensku stelpurna hálfleikinn til að þjappa sér saman og það var engu líkara en það væri nýtt íslenskt lið sem kom út úr búningsherbergjunum í síðari hálfleik. Þá fór boltinn að rúlla betur og fjölmörg færi sköpuðust. Það besta féll í skaut Margréti Láru Viðarsdóttur sem fór illa að ráði sínu í góðu færi. Mikil vonbrigði Jörundur Áki Sveinsson landsliðsþjálfari var að vonum ekki sáttur að leik loknum. „Þessi úrslit eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur. Við erum öll hundfúl og stelpurnar eru sársvekktar að hafa ekki í það minnsta náð jafntefli. Við sáum aldrei til sólar í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik sköpuðum við okkur mikið af færum. Við vorum óheppnar að jafna ekki sérstaklega þegar Margrét Lára skoraði ekki. Úr slíkum færum skorar Margrét Lára úr í níutíuogníu skiptum af hundrað. Svona er fótboltinn," sagði Jörundur Áki. Aðspurður hvaða leikmann hann hafi verið ánægðastur með sagði Jörundur: „Ég var í raun og veru ekki ánægður með einn eða neinn. Olga Færseth átti að vísu góða innkomu í byrjun síðari hálfleiks og á hrós skilið. Þetta tap í dag setur okkur í mjög erfið mál því aðeins eitt lið fer áfram úr riðlinum." Á sama tíma og íslenska liðið brotlenti gegn því tékkneska sigruðu sænsku stelpurnar þær hvítrússnesku með sex mörkum gegn engu og eru því komnar í efsta sæti riðilsins.
Íslenski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Fleiri fréttir Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Skagamenn kaupa Hauk frá Lille „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Sjá meira