Innlent

Lögregla bregst við innbrotum

Lögregla í Kópavogi hefur tekið upp sérstakt eftirlit í Hvarfa- og Kórahverfi vegna hrinu innbrota í nýbyggingar og vinnuskúra þar að undanförnu. "Talsverðum verðmætum hefur verið stolið, aðallega verkfærum," segir Friðrik S. Björgvinsson yfirlögregluþjónn. Lögregla hvetur húsbyggjendur, jafnt einstaklinga sem fyrirtæki, til að ganga eins tryggilega og unnt er frá nýbyggingum og vinnuskúrum, sem og verkfærum sem nauðsynlegt er að geyma á byggingarstað. Þá eru íbúar hvattir til að fylgjast með mannaferðum, sérstaklega að næturlagi, og tilkynna til lögreglu þyki þær grunsamlegar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×