Erlent

Sjítum sagt stríð á hendur

Írakski hryðjuverkamaðurinn Al-Zarqawi hefur sagt sjítum stríð á hendur. Liðsmenn hans hafa myrt á annað hundrað þeirra á síðustu tveim sólarhringum. Sprengjur og skothvellir glumdu vítt og breitt um Írak í dag. Tuttugu og fjórir lögreglumenn voru myrtir í sprengjuárás í höfuðborginni og fleiri féllu bæði í sprengjuárásum og skotárásum. Abu Musab Al-Zarqawi lýsti stríði á hendur sjítamúslimum til að hefna fyrir árásir bandarískra og írakskra hersveita á bæinn Tal Afar sem er eitt af víghreiðrum hryðjuverkamannanna. Sjítamúslimar og Kúrdar sitja í ríkisstjórn landsins. Sjálfur er Al-Zarqawí súnnímúslimi en þeir réðu lögum og lofum í Írak undir stjórn Saddams Husseins. Súnnítar sætta sig ekki við að missa völdin og hafa frá stríðslokum staðið fyrir fjöldamorðum og öðrum hryðjuverkum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×