Erlent

Áhlaup á vígi uppreisnarmanna

Írakskar og bandarískar hersveitir hófu í gærkvöldi skipulagt áhlaup á vígi uppreisnarmanna í borginni Tal Afar í norðurhluta Íraks. Hermenn gengu í nótt hús úr húsi og byssugelt heyrðist víða um borgina. Borgin hefur verið gróðrastía sýrlenskra uppreisnarmanna sem hafa smyglað sér yfir landamærin til Íraks. Aðgerðirnar í Tal Afar eru einhverjar þær stærstu síðan bandarískar hersveitir réðust inn í borgina Fallujah fyrir um ári síðan. Ibrahim Al Jafaari, forsætisráðherra Íraks, segist hafa skipað hersveitum landsins að beita öllum tiltækum ráðum til að ná hverjum einasta hryðjuverkamanni í borginni á næstu dögunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×