Menning

Insúlín í æð liðin tíð?

Allt útlit er fyrir að fólk með sykursýki muni í nánustu framtíð ekki lengur þurfa að sprauta sig með insúlíni á hverjum degi. Lyfjanefnd á vegum stjórnvalda í Bandaríkjanna lagði í gær blessun sína yfir insúlín sem tekið er inn í gegnum munn í stað þess að sprauta því í æð. Rannsóknir benda til þess að inntaka innsúlíns í gegnum munn skili jafngóðum árangri og hefðbundin sprautumeðferð. Þeir sem eru viðkvæmir í lungum eða öndunarfærum mega þó ekki taka lyfið og eins er það ekki ætlað reykingamönnum. Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna á enn eftir að samþykkja lyfið en það ætti að vera formsatriði.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×