Innlent

Sótti slasaðan fjórhjólamann

Þyrla Landhelgisgæslunnar var send eftir manni sem slasaðist þegar fjórhjól hans valt í Svínahrauni laust fyrir hádegið. Hópur manna var á fjórhjólum í Svínahrauni rétt við Litlu kaffistofuna í morgun. Þeir keyrðu í einfaldri röð og leið þeirra lá yfir lækjarsprænu þar sem var töluverð ójafna. Eitt fjórhjólanna valt og ökumaðurinn kastaðist af því. Landsveit slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins fór á slysstað og kom í ljós að maðurinn var að minnsta kosti viðbeinsbrotinn. Þar sem slysið varð í vegleysum og maðurinn mjög kvalinn var ákveðið að leggja ekki á hann að fara í sjúkrabíl með tilheyrandi veltingi og því var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×