Rannsókn á Vioxx að hefjast 30. ágúst 2005 00:01 Landlæknisembættið er að hefja rannsókn á hugsanlegri fylgni milli notkunar verkjalyfsins Vioxx og aukinnar tíðni hjartaáfalla og kransæðasjúkdóma hér á landi. Sigurður Guðmundsson landlæknir hefur í höndunum tilkynningar frá fimm gigtarsjúklingum sem tóku lyfið og fengu hjartaáfall. Stefán Geir Þórisson hæstaréttarlögmaður segist ekki myndu hika við að leita ráða hjá bandarískum lögmanni um bótarétt hefði hann sannanlega orðið fórnarlamb aukaverkana lyfsins, sem nú hefur verið tekið af markaði. Hann segir að málshöfðun geti hugsanlega grundvallast á niðurstöðum rannsóknar Landlæknis bendi þær til ofangreindrar fylgni. Stefán Geir vann á vormánuðum skaðabótamál, sem kona höfðaði á hendur lyfjafyrirtækinu GlaxoSmithKline ehf. og Líf hf. Hún varð alvarlega veik vegna aukaverkana sem hún hlaut af töku lyfsins Lamictal. Stefán Geir bendir á að fyrirtækið sem framleiddi Vioxx sé bandarískt og verði fyrst og fremst sótt fyrir bandarískum dómstólum á grunni bandarískra laga. Ef fyrirtækið yrði dæmt bótaskylt í heimalandinu fengjust margfalt hærri bætur heldur en ef höfðað yrði mál á hendur dótturfyrirtækis þess, Merck Sharp og Dohme á Íslandi. Að auki væri ekki hægt að fullyrða um bótaskyldu íslenska fyrirtækisins. Fyrsti skaðabótadómurinn hefur nú fallið í Texas á framleiðanda Vioxx, Merck & Co í Bandaríkjunum. Ekkju manns sem lést eftir að hafa notað Vioxx voru dæmdar skaðabætur sem nema 16 milljörðum króna. Þá hefur fólk í öðrum Evrópulöndum lýst því yfir að það hyggist lögsækja fyrirtækið. Stefán Geir segir að lögin um skaðsemisábyrgð gildi um skaðabótaábyrgð framleiðanda og dreifingaraðila á tjóni sem hlýst af ágalla á vöru sem þeir hafi framleitt eða dreift. Hugtakið "ágalli" geti birst í ýmsum myndum. Vara sé haldin ágalla sé hún ekki eins örugg og hefði mátt vænta eftir öllum aðstæðum. Í Glaxo - málinu hefði hann varðað ófullnægjandi viðvörunarmerkingar með lyfinu. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Landlæknisembættið er að hefja rannsókn á hugsanlegri fylgni milli notkunar verkjalyfsins Vioxx og aukinnar tíðni hjartaáfalla og kransæðasjúkdóma hér á landi. Sigurður Guðmundsson landlæknir hefur í höndunum tilkynningar frá fimm gigtarsjúklingum sem tóku lyfið og fengu hjartaáfall. Stefán Geir Þórisson hæstaréttarlögmaður segist ekki myndu hika við að leita ráða hjá bandarískum lögmanni um bótarétt hefði hann sannanlega orðið fórnarlamb aukaverkana lyfsins, sem nú hefur verið tekið af markaði. Hann segir að málshöfðun geti hugsanlega grundvallast á niðurstöðum rannsóknar Landlæknis bendi þær til ofangreindrar fylgni. Stefán Geir vann á vormánuðum skaðabótamál, sem kona höfðaði á hendur lyfjafyrirtækinu GlaxoSmithKline ehf. og Líf hf. Hún varð alvarlega veik vegna aukaverkana sem hún hlaut af töku lyfsins Lamictal. Stefán Geir bendir á að fyrirtækið sem framleiddi Vioxx sé bandarískt og verði fyrst og fremst sótt fyrir bandarískum dómstólum á grunni bandarískra laga. Ef fyrirtækið yrði dæmt bótaskylt í heimalandinu fengjust margfalt hærri bætur heldur en ef höfðað yrði mál á hendur dótturfyrirtækis þess, Merck Sharp og Dohme á Íslandi. Að auki væri ekki hægt að fullyrða um bótaskyldu íslenska fyrirtækisins. Fyrsti skaðabótadómurinn hefur nú fallið í Texas á framleiðanda Vioxx, Merck & Co í Bandaríkjunum. Ekkju manns sem lést eftir að hafa notað Vioxx voru dæmdar skaðabætur sem nema 16 milljörðum króna. Þá hefur fólk í öðrum Evrópulöndum lýst því yfir að það hyggist lögsækja fyrirtækið. Stefán Geir segir að lögin um skaðsemisábyrgð gildi um skaðabótaábyrgð framleiðanda og dreifingaraðila á tjóni sem hlýst af ágalla á vöru sem þeir hafi framleitt eða dreift. Hugtakið "ágalli" geti birst í ýmsum myndum. Vara sé haldin ágalla sé hún ekki eins örugg og hefði mátt vænta eftir öllum aðstæðum. Í Glaxo - málinu hefði hann varðað ófullnægjandi viðvörunarmerkingar með lyfinu.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira