Össur gagnrýnir Steinunni Valdísi 27. ágúst 2005 00:01 "Það er óskrifuð regla að stjórmálamenn fá að kynna framboð sín til embætta í fullkomnum friði," segir Össur Skarphéðinsson, fyrrum formaður Samfylkingarinnar um ummæli Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarstjóra varðandi ákvörðun Stefáns Jóns Hafsteins um að bjóða sig fram sem borgarstjóraefni Samfylkingarinnar. Hún sagði í fréttum RÚV að ákvörðun Stefáns Jóns kæmi henni ekki á óvart enda hafi hann gengið með borgarstjórann í maganum um nokkra hríð. Össuri finnst það ákaflega óviðeigandi að manneskja sem er í forystuhlutverki fyrir flokk skuli tala frekar neikvætt um félaga sinn sem er að bjóða sig fram, jafnvel þótt það sé til þess embættis sem viðkomandi gegnir. "Stefán Jón hefur fullkomlega eðlilegar ástæður til að bjóða sig fram sem borgarstjóraefni Samfylkingarinnar og það er engin ástæða til að tala niður til hans vegna þeirrar ákvörðunar eins og mér finnst gert þegar talað er um að hann sé að bjóða sig fram af því hann hafi borgarstjórann í maganum," segir Össur. "Svona eiga forystumenn ekki að tala. Þeir eiga að virða aðra og rétt þeirra til að sækjast með lýðræðislegum hætti eftir trúnaðarstöðum," segir hann. "Mér finnst ekki að borgarstjórar eigi að tala svona um keppinauta sína og minni á að þegar við Ingibjörg Sólrún tókumst á um formennsku þá var það algjörlega á forsendum gagnkvæmrar virðingar," segir Össur. Stefán Jón Hafstein tilkynnti í fyrradag um að hann gæfi kost á sér í fyrsta sæti á lista Samfylkingarinnar í næstu borgarstjórnarkosningum. Steinunn Valdís sagði í samtali við fréttastofu RÚV þegar leitað var eftir viðbrögðum hennar: "Miðað við þessar fréttir er ljóst að allavega tveir hafa gefið kost á sér. Í sjálfu sér kemur það mér ekkert á óvart að Stefán Jón skuli gefa kost á sér enda maðurinn búinn að ganga með borgarstjórann í maganum um nokkra hríð og það er bara ágætt og fínt að fá góða samkeppni," sagði Steinunn Valdís. Stefán Jón sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að þessi ummæli skiptu sig engu. Ekki náðist í Steinunni Valdísi í gær. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
"Það er óskrifuð regla að stjórmálamenn fá að kynna framboð sín til embætta í fullkomnum friði," segir Össur Skarphéðinsson, fyrrum formaður Samfylkingarinnar um ummæli Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarstjóra varðandi ákvörðun Stefáns Jóns Hafsteins um að bjóða sig fram sem borgarstjóraefni Samfylkingarinnar. Hún sagði í fréttum RÚV að ákvörðun Stefáns Jóns kæmi henni ekki á óvart enda hafi hann gengið með borgarstjórann í maganum um nokkra hríð. Össuri finnst það ákaflega óviðeigandi að manneskja sem er í forystuhlutverki fyrir flokk skuli tala frekar neikvætt um félaga sinn sem er að bjóða sig fram, jafnvel þótt það sé til þess embættis sem viðkomandi gegnir. "Stefán Jón hefur fullkomlega eðlilegar ástæður til að bjóða sig fram sem borgarstjóraefni Samfylkingarinnar og það er engin ástæða til að tala niður til hans vegna þeirrar ákvörðunar eins og mér finnst gert þegar talað er um að hann sé að bjóða sig fram af því hann hafi borgarstjórann í maganum," segir Össur. "Svona eiga forystumenn ekki að tala. Þeir eiga að virða aðra og rétt þeirra til að sækjast með lýðræðislegum hætti eftir trúnaðarstöðum," segir hann. "Mér finnst ekki að borgarstjórar eigi að tala svona um keppinauta sína og minni á að þegar við Ingibjörg Sólrún tókumst á um formennsku þá var það algjörlega á forsendum gagnkvæmrar virðingar," segir Össur. Stefán Jón Hafstein tilkynnti í fyrradag um að hann gæfi kost á sér í fyrsta sæti á lista Samfylkingarinnar í næstu borgarstjórnarkosningum. Steinunn Valdís sagði í samtali við fréttastofu RÚV þegar leitað var eftir viðbrögðum hennar: "Miðað við þessar fréttir er ljóst að allavega tveir hafa gefið kost á sér. Í sjálfu sér kemur það mér ekkert á óvart að Stefán Jón skuli gefa kost á sér enda maðurinn búinn að ganga með borgarstjórann í maganum um nokkra hríð og það er bara ágætt og fínt að fá góða samkeppni," sagði Steinunn Valdís. Stefán Jón sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að þessi ummæli skiptu sig engu. Ekki náðist í Steinunni Valdísi í gær.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira