Lítið gert við athugasemdum 25. ágúst 2005 00:01 Svo virðist sem lítið sem ekkert sé að gert þótt Persónuvernd geri athugasemdir við notkun öryggismyndavéla. Til dæmis hefur lögreglan ekki gengið úr skugga um að búið sé að fjarlægja myndavél úr búningsklefa líkamsræktarstöðvarinnar World Class. Persónuvernd kannar einungis mál ef ábendingar berast til hennar um að notkun myndavéla geti verið ólögmæt og hefur ekki heimild til að beita þá sem gerast brotlegir viðurlögum. Þá hefur lögreglan lítið aðhafst í slíkum málum hingað til. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir lögregluna ekki hafa eftirlitsskyldu hvað þetta varði en ef hún fái kæru um að notuð sé myndavél án heimildar sinni hún því. Hún hafi fengið kæru um að notuð væri myndavél í svefnherbergi en það mál hafi ekki haft þau eftirmál að það kallaði á frekari aðgerðir lögreglu. Hann kannist því ekki við að hægt sé að beina þess konar málum til lögreglunnar. Spurður hvort enginn hafi eftirlit með notkun öryggismyndavéla eða fylgist með sölu á þeim og innflutningi segir Geir Jón að það sé alla vega ekki í verkahring lögreglunnar. Persónuvernd komst nýverið að þeirri niðurstöðu að Björn Leifsson, eigandi líkamsræktarstöðvarinnar World Class, hefði brotið alvarlega af sér með því að koma upp falinni eftirlitsmyndavél í búningsklefa til að upplýsa þjófnaðarmál, sem hann og gerði. Aðspurður um þau orð Björns að lögregla hafi ekkert aðhafast í málinu og að menn innan lögreglunnar hafi ráðlagt honum að koma fyrir vél í búningsklefanum segist Geir Jón ekki þekkja til þess en rétt sé hjá Birni að það hefði verið erfitt fyrir lögreglu að upplýsa málið inni á þessum stað. Persónuvernd hefur ekki heimilid til að aðhafast frekar í málinu, ólíklegt er að þjófurinn sem festur var á filmu muni kæra og því mun lögreglan ekki aðhafast frekar. Það hlýtur að vekja upp þá spurningu hvort hver sem er geti komið upp földum myndavélum á opinberum stöðum líkt og eigandi World Class gerði og þrátt fyrir að upp komist og Persónuvernd geri við það athugasemdir þá verði engin eftirmál. Aðspurður hvort lögregla hafi aðgætt hvort vél hafi verið fjarlægð segir Geir Jón að lögregla hafi ekki gert það. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira
Svo virðist sem lítið sem ekkert sé að gert þótt Persónuvernd geri athugasemdir við notkun öryggismyndavéla. Til dæmis hefur lögreglan ekki gengið úr skugga um að búið sé að fjarlægja myndavél úr búningsklefa líkamsræktarstöðvarinnar World Class. Persónuvernd kannar einungis mál ef ábendingar berast til hennar um að notkun myndavéla geti verið ólögmæt og hefur ekki heimild til að beita þá sem gerast brotlegir viðurlögum. Þá hefur lögreglan lítið aðhafst í slíkum málum hingað til. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir lögregluna ekki hafa eftirlitsskyldu hvað þetta varði en ef hún fái kæru um að notuð sé myndavél án heimildar sinni hún því. Hún hafi fengið kæru um að notuð væri myndavél í svefnherbergi en það mál hafi ekki haft þau eftirmál að það kallaði á frekari aðgerðir lögreglu. Hann kannist því ekki við að hægt sé að beina þess konar málum til lögreglunnar. Spurður hvort enginn hafi eftirlit með notkun öryggismyndavéla eða fylgist með sölu á þeim og innflutningi segir Geir Jón að það sé alla vega ekki í verkahring lögreglunnar. Persónuvernd komst nýverið að þeirri niðurstöðu að Björn Leifsson, eigandi líkamsræktarstöðvarinnar World Class, hefði brotið alvarlega af sér með því að koma upp falinni eftirlitsmyndavél í búningsklefa til að upplýsa þjófnaðarmál, sem hann og gerði. Aðspurður um þau orð Björns að lögregla hafi ekkert aðhafast í málinu og að menn innan lögreglunnar hafi ráðlagt honum að koma fyrir vél í búningsklefanum segist Geir Jón ekki þekkja til þess en rétt sé hjá Birni að það hefði verið erfitt fyrir lögreglu að upplýsa málið inni á þessum stað. Persónuvernd hefur ekki heimilid til að aðhafast frekar í málinu, ólíklegt er að þjófurinn sem festur var á filmu muni kæra og því mun lögreglan ekki aðhafast frekar. Það hlýtur að vekja upp þá spurningu hvort hver sem er geti komið upp földum myndavélum á opinberum stöðum líkt og eigandi World Class gerði og þrátt fyrir að upp komist og Persónuvernd geri við það athugasemdir þá verði engin eftirmál. Aðspurður hvort lögregla hafi aðgætt hvort vél hafi verið fjarlægð segir Geir Jón að lögregla hafi ekki gert það.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira