Segir símtal ekki tengjast morði 24. ágúst 2005 00:01 Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir símtal til neyðarlínu tæpum klukkutíma fyrir morðið á Hverfisgötu á laugardagsmorgun ekki tengjast morðinu eða þeim sem þar komu við sögu á nokkurn hátt. Geir Jón segir það grafalvarlegt að ásaka lögregluna um að sinna ekki skyldum sínum eins og DV gerir. Í frétt DV í gær var greint frá því að maður hefði orðið vitni að átökum Sigurðar Freys Kristmundssonar, sem banaði manni að Hversgötu 58 á laugardagsmorgun. Kveðst vitni hafa tilkynnt lögreglunni um átökin um 45 mínútum fyrir atburðinn en lögreglan ekki brugðist við tilkynningunni. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir símtalið ekki tengjast morðinu eða þeim sem þar komu við sögu á nokkurn hátt og segist hann harma frásögn DV í þessu máli og að blaðamaður hafi ekki leitað eftir sannleiksgildi fréttarinnar. Hann segir enn fremur að það sé afskaplega alvarlegt þegar það sé sagt í fjölmiðlum að lögregla sinni ekki alvarlegu útkalli. Lögregla líti það alvarlegum augum þegar menn skelli því fram til alþjóðar og láti líta þannig út að lögregla sinni ekki vinnunni sinni. Hinn látni var tvítugur að aldri og lést hann af völdum hnífstugu í hjartað. Sigurður Freyr, sem er 23 ára gamall, var handtekinn af lögreglu á laugardagsmorgunn grunaður um verknaðinn. Sigurður var úrskurðaður í tíu daga gæsluvarðhald og játaði í gærkvöld. Fréttamaður fékk í dag að hlýða á upptöku af símtali umrædds heimildarmanns DV við fjarskiptamiðstöð lögreglu og kemur þar fram að hann hafi verið að tilkynna um ölvað fólk sem steig upp í bifreið og ók á brott. Þar kom ekki fram að hann hafi orðið vitni að átökum fólks sem Geir Jón segir hafa farið fram innandyra en ekki utan. Lögreglan brást við þessari tilkynningu og tengdist atburðurinn á engan hátt atburði sem síðar varð að Hverfisgötu 58. DV vísar á bug ásökunum Geirs Jóns Þórissonar, yfirlögregluþjóns í Reykjavík, um slæleg vinnubrögð og heldur fram að vegna bilunar í fjarskipamistöð Ríkislögreglustjóra hafi símtal vitnis ekki verið bókað og það hafi varalögreglustjóri staðfest við blaðamann. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir símtal til neyðarlínu tæpum klukkutíma fyrir morðið á Hverfisgötu á laugardagsmorgun ekki tengjast morðinu eða þeim sem þar komu við sögu á nokkurn hátt. Geir Jón segir það grafalvarlegt að ásaka lögregluna um að sinna ekki skyldum sínum eins og DV gerir. Í frétt DV í gær var greint frá því að maður hefði orðið vitni að átökum Sigurðar Freys Kristmundssonar, sem banaði manni að Hversgötu 58 á laugardagsmorgun. Kveðst vitni hafa tilkynnt lögreglunni um átökin um 45 mínútum fyrir atburðinn en lögreglan ekki brugðist við tilkynningunni. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir símtalið ekki tengjast morðinu eða þeim sem þar komu við sögu á nokkurn hátt og segist hann harma frásögn DV í þessu máli og að blaðamaður hafi ekki leitað eftir sannleiksgildi fréttarinnar. Hann segir enn fremur að það sé afskaplega alvarlegt þegar það sé sagt í fjölmiðlum að lögregla sinni ekki alvarlegu útkalli. Lögregla líti það alvarlegum augum þegar menn skelli því fram til alþjóðar og láti líta þannig út að lögregla sinni ekki vinnunni sinni. Hinn látni var tvítugur að aldri og lést hann af völdum hnífstugu í hjartað. Sigurður Freyr, sem er 23 ára gamall, var handtekinn af lögreglu á laugardagsmorgunn grunaður um verknaðinn. Sigurður var úrskurðaður í tíu daga gæsluvarðhald og játaði í gærkvöld. Fréttamaður fékk í dag að hlýða á upptöku af símtali umrædds heimildarmanns DV við fjarskiptamiðstöð lögreglu og kemur þar fram að hann hafi verið að tilkynna um ölvað fólk sem steig upp í bifreið og ók á brott. Þar kom ekki fram að hann hafi orðið vitni að átökum fólks sem Geir Jón segir hafa farið fram innandyra en ekki utan. Lögreglan brást við þessari tilkynningu og tengdist atburðurinn á engan hátt atburði sem síðar varð að Hverfisgötu 58. DV vísar á bug ásökunum Geirs Jóns Þórissonar, yfirlögregluþjóns í Reykjavík, um slæleg vinnubrögð og heldur fram að vegna bilunar í fjarskipamistöð Ríkislögreglustjóra hafi símtal vitnis ekki verið bókað og það hafi varalögreglustjóri staðfest við blaðamann.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira