Innlent

Útlendingar veltu bílum

Lögreglan í Reykjavík lýsti í gær eftir manni sem ekkert hafði spurst síðan 10. ágúst en þá hafði hann ekið frá heimili sínu út á land, að því er talið var. Hann kom svo í leitirnar síðdegis og amaði ekkert að honum. TF-LÍF, stærri þyrla Landhelgisgæslunnar, sótti í gærkvöld mann sem hafði veikst þar sem hann var á ferð um Kringilsárrana, norðan Vatnajökuls. Ekki var nánar vitað um líðan hans þegar blaðið fór í prentun. Um kvöldmatarleytið í gær varð ökumaður bifreiðar var við að reykur hafði gosið upp nærri eldsneytistanki hennar en maðurinn var á ferð um Hjalteyrargötu á Akureyri. Hann náði sér í slökkvitæki og slökkti eldinn áður en slökkvilið kom á vettvang. Bíll valt við Saxhól á Útnesvegi á Snæfellsnesi í gær. Erlendir ferðamenn óku bílnum svo ógætilega en þeir sluppu þó ómeiddir. Þá velti annar hópur útlendra ferðamanna bíl sínum í Ísafjarðardjúpi í gær, við veginn á Kollafjarðarheiði. Enginn slasaðist en bíllinn gjöreyðilagðist.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×