Hafnar samsæriskenningum 14. ágúst 2005 00:01 Í viðtölum við Fréttablaðið 13. ágúst síðastliðinn víkja feðgarnir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson báðir orðum að mér í tengslum við ákæru á hendur þeim sem blaðið birti sama dag. Er helst á þeim að skilja, að ég hafi verið þátttakandi í einhvers konar samsæri um að koma á þá tilefnislausum sökum í tengslum við rekstur Baugs hf. Í tilefni af ummælum þeirra tel ég rétt að taka fram eftirfarandi: 1. Sumarið 2002 leitaði Jón Gerald Sullenberger til lögmannsstofu minnar vegna viðskiptakrafna, sem hann taldi fyrirtæki sitt Nordica eiga á hendur Baugi. Ég tók málið að mér og stefndi fyrirtækinu þá um haustið í tveimur málum til greiðslu þessara krafna. Þeim lauk síðar með sátt, sem fól meðal annars í sér greiðslu krafna umbj. míns og kostnaðar sem hann hafði haft. Með sáttinni var einnig lokið málaferlum sem fyrirsvarsmenn Baugs höfðu efnt til á hendur Jóni Gerald og fyrirtæki hans í Bandaríkjunum. Frá þessu var skýrt í fjölmiðlum á sínum tíma og einnig staðfesti Jón Ásgeir Jóhannesson þetta í bréfi til ríkislögreglustjóra, sem hann afhenti fjölmiðlum og Morgunblaðið birti í heild 2. júlí 2005. 2. Auk þess að fá fullnustu þessara einkaréttarlegu krafna kvaðst Jón Gerald einnig vilja kæra fyrirsvarsmenn Baugs fyrir refsiverða háttsemi sem honum væri kunnugt um og framin hefði verið í tengslum við viðskiptin. Ég vísaði honum með það erindi til Ríkislögreglustjóra. Er líklegt, þó að ég muni það ekki, að ég hafi haft samband við lögregluna til að óska eftir að skjólstæðingur minn fengi að koma til skýrslugjafar um þetta. Það er hreinasti heilaspuni að telja mig hafa átt þátt í að leggja á ráðin með lögreglunni um rannsóknarúrræði sem gripið yrði til vegna kærunnar, hvað þá að ég hafi villt um fyrir ríkislögreglustjóra og fengið hann til að æskja húsleitarheimildar hjá héraðsdómi, eins og Jóhannes Jónsson segir í viðtalinu við Fréttablaðið. 3. Ofangreind störf mín í þágu Jóns Geralds Sullenbergers voru ósköp venjuleg lögmannsstörf á borð við störf sem ég hafði sem lögmaður tekið að mér í gegnum árin fyrir fjölda fólks sem til mín leitaði með erindi sín. Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra kom hvergi nærri. Kom mér nafn hans ekki í hug, þegar ég tók störfin að mér. 4. Af viðtölunum í Fréttablaðinu er ljóst, að feðgarnir vilja blása til gagnsóknar gegn ákærunum á opinberum vettvangi með því að halda fram samsæriskenningu um að valdi hafi verið misbeitt við málatilbúnað gegn þeim. Slíkar kenningar eiga oft greiðan aðgang að fólki. Ég skil það vel, að menn sem eru áberandi í fjölmiðlum og þurfa að verjast ákærum um alvarleg refsilagabrot, reyni á opinberum vettvangi að rétta hlut sinn. Það er bara mannlegt. Of langt er hins vegar seilst, þegar smíðaðar eru svona kenningar sem ekkert hafa við að styðjast. Úr málinu verður ekki leyst á grundvelli þeirra. Þeir ættu fremur að einbeita sér að því að verjast þeim efnislegu sökum sem þeir eru bornir á þeim vettvangi, þar sem um verður fjallað, þ.e. inni í dómsalnum. Hafi þeir ekki framið þau brot sem þeir eru sakaðir um ættu þeir engu að þurfa að kvíða. Baugsmálið Innlent Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Í viðtölum við Fréttablaðið 13. ágúst síðastliðinn víkja feðgarnir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson báðir orðum að mér í tengslum við ákæru á hendur þeim sem blaðið birti sama dag. Er helst á þeim að skilja, að ég hafi verið þátttakandi í einhvers konar samsæri um að koma á þá tilefnislausum sökum í tengslum við rekstur Baugs hf. Í tilefni af ummælum þeirra tel ég rétt að taka fram eftirfarandi: 1. Sumarið 2002 leitaði Jón Gerald Sullenberger til lögmannsstofu minnar vegna viðskiptakrafna, sem hann taldi fyrirtæki sitt Nordica eiga á hendur Baugi. Ég tók málið að mér og stefndi fyrirtækinu þá um haustið í tveimur málum til greiðslu þessara krafna. Þeim lauk síðar með sátt, sem fól meðal annars í sér greiðslu krafna umbj. míns og kostnaðar sem hann hafði haft. Með sáttinni var einnig lokið málaferlum sem fyrirsvarsmenn Baugs höfðu efnt til á hendur Jóni Gerald og fyrirtæki hans í Bandaríkjunum. Frá þessu var skýrt í fjölmiðlum á sínum tíma og einnig staðfesti Jón Ásgeir Jóhannesson þetta í bréfi til ríkislögreglustjóra, sem hann afhenti fjölmiðlum og Morgunblaðið birti í heild 2. júlí 2005. 2. Auk þess að fá fullnustu þessara einkaréttarlegu krafna kvaðst Jón Gerald einnig vilja kæra fyrirsvarsmenn Baugs fyrir refsiverða háttsemi sem honum væri kunnugt um og framin hefði verið í tengslum við viðskiptin. Ég vísaði honum með það erindi til Ríkislögreglustjóra. Er líklegt, þó að ég muni það ekki, að ég hafi haft samband við lögregluna til að óska eftir að skjólstæðingur minn fengi að koma til skýrslugjafar um þetta. Það er hreinasti heilaspuni að telja mig hafa átt þátt í að leggja á ráðin með lögreglunni um rannsóknarúrræði sem gripið yrði til vegna kærunnar, hvað þá að ég hafi villt um fyrir ríkislögreglustjóra og fengið hann til að æskja húsleitarheimildar hjá héraðsdómi, eins og Jóhannes Jónsson segir í viðtalinu við Fréttablaðið. 3. Ofangreind störf mín í þágu Jóns Geralds Sullenbergers voru ósköp venjuleg lögmannsstörf á borð við störf sem ég hafði sem lögmaður tekið að mér í gegnum árin fyrir fjölda fólks sem til mín leitaði með erindi sín. Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra kom hvergi nærri. Kom mér nafn hans ekki í hug, þegar ég tók störfin að mér. 4. Af viðtölunum í Fréttablaðinu er ljóst, að feðgarnir vilja blása til gagnsóknar gegn ákærunum á opinberum vettvangi með því að halda fram samsæriskenningu um að valdi hafi verið misbeitt við málatilbúnað gegn þeim. Slíkar kenningar eiga oft greiðan aðgang að fólki. Ég skil það vel, að menn sem eru áberandi í fjölmiðlum og þurfa að verjast ákærum um alvarleg refsilagabrot, reyni á opinberum vettvangi að rétta hlut sinn. Það er bara mannlegt. Of langt er hins vegar seilst, þegar smíðaðar eru svona kenningar sem ekkert hafa við að styðjast. Úr málinu verður ekki leyst á grundvelli þeirra. Þeir ættu fremur að einbeita sér að því að verjast þeim efnislegu sökum sem þeir eru bornir á þeim vettvangi, þar sem um verður fjallað, þ.e. inni í dómsalnum. Hafi þeir ekki framið þau brot sem þeir eru sakaðir um ættu þeir engu að þurfa að kvíða.
Baugsmálið Innlent Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira