Hafnar samsæriskenningum 14. ágúst 2005 00:01 Í viðtölum við Fréttablaðið 13. ágúst síðastliðinn víkja feðgarnir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson báðir orðum að mér í tengslum við ákæru á hendur þeim sem blaðið birti sama dag. Er helst á þeim að skilja, að ég hafi verið þátttakandi í einhvers konar samsæri um að koma á þá tilefnislausum sökum í tengslum við rekstur Baugs hf. Í tilefni af ummælum þeirra tel ég rétt að taka fram eftirfarandi: 1. Sumarið 2002 leitaði Jón Gerald Sullenberger til lögmannsstofu minnar vegna viðskiptakrafna, sem hann taldi fyrirtæki sitt Nordica eiga á hendur Baugi. Ég tók málið að mér og stefndi fyrirtækinu þá um haustið í tveimur málum til greiðslu þessara krafna. Þeim lauk síðar með sátt, sem fól meðal annars í sér greiðslu krafna umbj. míns og kostnaðar sem hann hafði haft. Með sáttinni var einnig lokið málaferlum sem fyrirsvarsmenn Baugs höfðu efnt til á hendur Jóni Gerald og fyrirtæki hans í Bandaríkjunum. Frá þessu var skýrt í fjölmiðlum á sínum tíma og einnig staðfesti Jón Ásgeir Jóhannesson þetta í bréfi til ríkislögreglustjóra, sem hann afhenti fjölmiðlum og Morgunblaðið birti í heild 2. júlí 2005. 2. Auk þess að fá fullnustu þessara einkaréttarlegu krafna kvaðst Jón Gerald einnig vilja kæra fyrirsvarsmenn Baugs fyrir refsiverða háttsemi sem honum væri kunnugt um og framin hefði verið í tengslum við viðskiptin. Ég vísaði honum með það erindi til Ríkislögreglustjóra. Er líklegt, þó að ég muni það ekki, að ég hafi haft samband við lögregluna til að óska eftir að skjólstæðingur minn fengi að koma til skýrslugjafar um þetta. Það er hreinasti heilaspuni að telja mig hafa átt þátt í að leggja á ráðin með lögreglunni um rannsóknarúrræði sem gripið yrði til vegna kærunnar, hvað þá að ég hafi villt um fyrir ríkislögreglustjóra og fengið hann til að æskja húsleitarheimildar hjá héraðsdómi, eins og Jóhannes Jónsson segir í viðtalinu við Fréttablaðið. 3. Ofangreind störf mín í þágu Jóns Geralds Sullenbergers voru ósköp venjuleg lögmannsstörf á borð við störf sem ég hafði sem lögmaður tekið að mér í gegnum árin fyrir fjölda fólks sem til mín leitaði með erindi sín. Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra kom hvergi nærri. Kom mér nafn hans ekki í hug, þegar ég tók störfin að mér. 4. Af viðtölunum í Fréttablaðinu er ljóst, að feðgarnir vilja blása til gagnsóknar gegn ákærunum á opinberum vettvangi með því að halda fram samsæriskenningu um að valdi hafi verið misbeitt við málatilbúnað gegn þeim. Slíkar kenningar eiga oft greiðan aðgang að fólki. Ég skil það vel, að menn sem eru áberandi í fjölmiðlum og þurfa að verjast ákærum um alvarleg refsilagabrot, reyni á opinberum vettvangi að rétta hlut sinn. Það er bara mannlegt. Of langt er hins vegar seilst, þegar smíðaðar eru svona kenningar sem ekkert hafa við að styðjast. Úr málinu verður ekki leyst á grundvelli þeirra. Þeir ættu fremur að einbeita sér að því að verjast þeim efnislegu sökum sem þeir eru bornir á þeim vettvangi, þar sem um verður fjallað, þ.e. inni í dómsalnum. Hafi þeir ekki framið þau brot sem þeir eru sakaðir um ættu þeir engu að þurfa að kvíða. Baugsmálið Innlent Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Í viðtölum við Fréttablaðið 13. ágúst síðastliðinn víkja feðgarnir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson báðir orðum að mér í tengslum við ákæru á hendur þeim sem blaðið birti sama dag. Er helst á þeim að skilja, að ég hafi verið þátttakandi í einhvers konar samsæri um að koma á þá tilefnislausum sökum í tengslum við rekstur Baugs hf. Í tilefni af ummælum þeirra tel ég rétt að taka fram eftirfarandi: 1. Sumarið 2002 leitaði Jón Gerald Sullenberger til lögmannsstofu minnar vegna viðskiptakrafna, sem hann taldi fyrirtæki sitt Nordica eiga á hendur Baugi. Ég tók málið að mér og stefndi fyrirtækinu þá um haustið í tveimur málum til greiðslu þessara krafna. Þeim lauk síðar með sátt, sem fól meðal annars í sér greiðslu krafna umbj. míns og kostnaðar sem hann hafði haft. Með sáttinni var einnig lokið málaferlum sem fyrirsvarsmenn Baugs höfðu efnt til á hendur Jóni Gerald og fyrirtæki hans í Bandaríkjunum. Frá þessu var skýrt í fjölmiðlum á sínum tíma og einnig staðfesti Jón Ásgeir Jóhannesson þetta í bréfi til ríkislögreglustjóra, sem hann afhenti fjölmiðlum og Morgunblaðið birti í heild 2. júlí 2005. 2. Auk þess að fá fullnustu þessara einkaréttarlegu krafna kvaðst Jón Gerald einnig vilja kæra fyrirsvarsmenn Baugs fyrir refsiverða háttsemi sem honum væri kunnugt um og framin hefði verið í tengslum við viðskiptin. Ég vísaði honum með það erindi til Ríkislögreglustjóra. Er líklegt, þó að ég muni það ekki, að ég hafi haft samband við lögregluna til að óska eftir að skjólstæðingur minn fengi að koma til skýrslugjafar um þetta. Það er hreinasti heilaspuni að telja mig hafa átt þátt í að leggja á ráðin með lögreglunni um rannsóknarúrræði sem gripið yrði til vegna kærunnar, hvað þá að ég hafi villt um fyrir ríkislögreglustjóra og fengið hann til að æskja húsleitarheimildar hjá héraðsdómi, eins og Jóhannes Jónsson segir í viðtalinu við Fréttablaðið. 3. Ofangreind störf mín í þágu Jóns Geralds Sullenbergers voru ósköp venjuleg lögmannsstörf á borð við störf sem ég hafði sem lögmaður tekið að mér í gegnum árin fyrir fjölda fólks sem til mín leitaði með erindi sín. Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra kom hvergi nærri. Kom mér nafn hans ekki í hug, þegar ég tók störfin að mér. 4. Af viðtölunum í Fréttablaðinu er ljóst, að feðgarnir vilja blása til gagnsóknar gegn ákærunum á opinberum vettvangi með því að halda fram samsæriskenningu um að valdi hafi verið misbeitt við málatilbúnað gegn þeim. Slíkar kenningar eiga oft greiðan aðgang að fólki. Ég skil það vel, að menn sem eru áberandi í fjölmiðlum og þurfa að verjast ákærum um alvarleg refsilagabrot, reyni á opinberum vettvangi að rétta hlut sinn. Það er bara mannlegt. Of langt er hins vegar seilst, þegar smíðaðar eru svona kenningar sem ekkert hafa við að styðjast. Úr málinu verður ekki leyst á grundvelli þeirra. Þeir ættu fremur að einbeita sér að því að verjast þeim efnislegu sökum sem þeir eru bornir á þeim vettvangi, þar sem um verður fjallað, þ.e. inni í dómsalnum. Hafi þeir ekki framið þau brot sem þeir eru sakaðir um ættu þeir engu að þurfa að kvíða.
Baugsmálið Innlent Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira