Innlent

Tveimur bjargað af hraðfiskibáti

Tveimur bátsverjunum af hraðfiskibátnum Eyjólfi Ólafssyni sem siglt var upp í fjöru í Aðalvík á Ströndum í nótt var bjargað yfir í björgunarskipið Gunnar Friðriksson frá Ísafirði um klukkan sjö í morgun. Ekkert amar að mönnunum. Búið er að koma taug á milli bátanna og verður reynt að draga strandaða bátinn á flot á næsta flóði, en háflóð er á svæðinu um hádegisbil. Leki kom að bátnum í nótt og tókst bátsverjunum ekki að stöðva hann. Stefndi því allt í að báturinn sykki en gripu þeir þá til þess ráðs að sigla honum á fullri ferð upp í fjöru. Ekki er vitað af hverju leki kom að bátnum en grynningar eru víða undan ströndum í Aðalvík.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×