Innlent

Enn engin ákvörðun um mótmælendur

Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun hefur ekki verið tekin ákvörðun um það hvort 12 erlendum mótmælendum, sem hafa undanfarið dvalist við Kárahnjúka og m.a. valdið þar eignaspjöllum, verði vísað úr landi. Erindi þess efnis barst frá Sýslumanninum á Eskifirði eftir að mótmælendurnir fóru inn á byggingasvæði álvers Alcoa á Reyðarfirði í síðustu viku. Ákvörðunar er ekki að vænta í dag að sögn Útlendingastofnunar en líkast til á allra næstu dögum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×