Býst við auknum hrossaútflutningi 5. ágúst 2005 00:01 Landbúnaðarráðherra telur að hrossaútflutningur til Þýskalands muni aukast í kjölfar úrskurðar þýskra yfirvalda um að engin hrossamafía starfi hér á landi eins og haldið var fram fyrir nokkrum árum. Íslenskir hrossaútflytjendur segja úrskurðinn mikinn sigur. Rannsókn á málinu hefur staðið yfir í mörg ár og skaðaði hrossaútflutning mikið. Íslendingarnir voru sakaðir um að hafa falsað tollaskýrslur en síðar kom í ljós að um misskilning við útfyllingu skýrslnanna var að ræða. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra er staddur á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Svíþjóð og hann telur úrskurðinn mikilvægan fyrir íslenska hrossaútflytjendur. Það hafi hvílt skuggi yfir íslenskum hrossaútflytjendum í Þýskalandi og þeir sætt miklum ásökunum. Það hafi horft illa á tímabili en nú hafi Þjóðverjar fellt þann úrskurð að Íslendingar séu sýknir saka. Hann telji að Íslendingar séu nú á öðru og betra stigi í þessum viðskiptum en áður þannig að úrskurðurinn hafi mikla þýðingu. Hinrik Bragason hrossaútflytjandi segir að sala á íslenska hestinum muni örugglega taka kipp í kjölfar úrskurðarins. Búið sé að eyða óvissu en menn hafi verið aðeins inn í sig á meðan enginn vissi hvaða stefnu málið tæki. Aðspurður hvort niðurstaðan verði kynnt sagði Hinrik að það verði eflaust gert þegar fram í sæki. Spurður hvort hann telji að salan muni aukast segir Hinrik að salan hafi verið góð undanfarin misseri og hann eigi ekki von á öðru en því að þegar menn heyri af niðurstöðu málsins haldi þeir áfram að kaupa hross frá Íslandi. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Landbúnaðarráðherra telur að hrossaútflutningur til Þýskalands muni aukast í kjölfar úrskurðar þýskra yfirvalda um að engin hrossamafía starfi hér á landi eins og haldið var fram fyrir nokkrum árum. Íslenskir hrossaútflytjendur segja úrskurðinn mikinn sigur. Rannsókn á málinu hefur staðið yfir í mörg ár og skaðaði hrossaútflutning mikið. Íslendingarnir voru sakaðir um að hafa falsað tollaskýrslur en síðar kom í ljós að um misskilning við útfyllingu skýrslnanna var að ræða. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra er staddur á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Svíþjóð og hann telur úrskurðinn mikilvægan fyrir íslenska hrossaútflytjendur. Það hafi hvílt skuggi yfir íslenskum hrossaútflytjendum í Þýskalandi og þeir sætt miklum ásökunum. Það hafi horft illa á tímabili en nú hafi Þjóðverjar fellt þann úrskurð að Íslendingar séu sýknir saka. Hann telji að Íslendingar séu nú á öðru og betra stigi í þessum viðskiptum en áður þannig að úrskurðurinn hafi mikla þýðingu. Hinrik Bragason hrossaútflytjandi segir að sala á íslenska hestinum muni örugglega taka kipp í kjölfar úrskurðarins. Búið sé að eyða óvissu en menn hafi verið aðeins inn í sig á meðan enginn vissi hvaða stefnu málið tæki. Aðspurður hvort niðurstaðan verði kynnt sagði Hinrik að það verði eflaust gert þegar fram í sæki. Spurður hvort hann telji að salan muni aukast segir Hinrik að salan hafi verið góð undanfarin misseri og hann eigi ekki von á öðru en því að þegar menn heyri af niðurstöðu málsins haldi þeir áfram að kaupa hross frá Íslandi.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira