Sport

Stjórn HSÍ fundar vegna Viggós

Stjórn Handknattleikssambands Íslands mun funda í dag og um helgina og fara yfir mál Viggós Sigurðssonar landsliðsþjálfara, en honum var fylgt út úr Leifsstöð af lögreglu eftir að hafa lent í útistöðum við flugþjón í vél Flugleiða síðasta sunnudag. Viggó var á leið heim frá Svíþjóð með ungmennalandsliðinu í handknattleik og segir Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, að sambandið líti atburðinn alvarlegum augum. Ætlast sé til þess að þeir sem fari í ferðir á vegum Handknattleikssambandsins virði reglur eins og þá að neyta ekki áfengis. Það gildi jafnt um leikmenn og þjálfara. Einar sagði að HSÍ myndi ekkert ákveða um framhaldið fyrr en eftir helgina þegar búið væri að fara yfir málið með öllum aðilum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×