Innlent

Rannsaka tilkynningu um sprengju

Ítarleg rannsókn er nú hafin á því að fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglustjóra barst í nótt tilkynning um sprengju í Leifsstöð og var allt viðeigandi lið kallað út til sprengjuleitar um klukkan hálffjögur. Þetta var svonefnd óljós tilkynning þannig að ekki var gripið til rýmingar heldur leitað skipulega á vissum svæðum og reynt að vekja ekki ótta fyrstu gesta morgunsins. Leit lauk á sjötta tímanum án þess að nokkuð fyndist en þá höfðu myndast einhverjar biðraðir við innritunarborðin. Að sögn lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli er málið litið mjög alvarlegum augum og eru þung viðurlög við sprengihótunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×