Innlent

Rannsókn hætt í smyglmáli Hauks ÍS

Saksóknari í Bremerhaven hefur formlega hætt rannsókn á því hvernig töluvert magn kókaíns og hass komst um borð í Hauk ÍS fyrr á þessu ári. Tveir úr áhöfn skipsins voru handteknir í kjölfar leitar þýska tollsins um borð og játaði annar þeirrar að hafa tekið á móti tösku fyrir hönd þriðja manns í áhöfn. Verjandi komst að því að leitin í skipinu hefði verið gerð ólöglega þar sem dómsúrskurð vantaði, héraðsdómur staðfesti það og því var hvorki hægt að nota sönnungargögn né játningar sem á þeim byggðust. Saksóknari hélt engu að síður rannsókn áfram þar til í gær þegar hann gaf málið endanlega upp á bátinn. Smyglararnir sluppu því með skrekkinn í þetta skipti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×