Innlent

18 fíkniefnamál um helgina

;Þarna var um að ræða fólk á götunni, á skemmtistöðum og í heimahúsum," sagði Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn í Reykjavík sem sagði fjölda mála af þessum toga óvenjumikinn á ekki lengri tíma. Stór hluti þeirra fíkniefna sem lögreglan haldlagði voru kannabisefni, en einnig aðrar tegundir fíkniefna. Flestir sem komu við sögu í málunum voru um tvítugt, en einnig var um eldra fólk að ræða. Hörður sagði að þennan fjölda mála á fjórum sólarhringum mætti að hluta til rekja til þess að lögreglan hefði verið mikið á ferðinni um verslunarmannahelgina, bæði í miðborginni og úti í hverfunum. Hins vegar færi fíkniefnamálum sem kæmu til kasta lögreglu heldur fjölgandi á milli ára. Mikill erill var hjá lögreglunni í Reykjavík um helgina, af þessum sökum og öðrum, þótt fjöldi borgarbúa hafi sótt útihátíðir víðs vegar um land.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×