Innlent

Engin þörf fyrir lögreglu

"Hér skemmti fólk sér vel án áfengis og það erum við afar ánægð með því það er skemmtilegast af öllu að vera í faðmi fjölskyldunnar án þess að vera undir áhrifum," segir Sævar Finnbogason í undirbúningsnefnd bindindismótsins í Galtalæk. Bindindissamtökin IOGT héldu sitt 45. mót í Galtalæk í ár sem fram fór í ágætis veðri meðal um þrjú þúsund og fimm hundruð gesta mótsins. Dagskráin í Galtalæk var þétt skipuð með skemmtiatriðum fyrir yngstu kynslóðina auk þess sem mikið var um afþreyingu og leiktæki fyrir börnin. Auk þess léku hljómsveitir fyrir dansi fyrir unglinga og fullorðna á stóra sviðinu í Galtalækjarskógi líkt og undanfarin ár. "Þetta gekk allt að óskum og ekki eitt einasta lögreglumál kom hér upp. Þetta er hátíð fjölskyldna og barnanna sérstaklega og allir skemmtu sér vel. Þetta er það sem við vildum og stefndum að og það gekk upp nú sem fyrr. Þetta mót var sérstaklega vel heppnað," segir Sævar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×