Innlent

Í varðhaldi fram á haust

Kona á þrítugsaldri sem segist vera frá Líberíu en framvísaði fölsuðu bresku vegabréfi við komu til landsins í maí hefur verið dæmd í gæsluvarðhald til 14. október. Konan framseldi falsaða tékka hér á landi að andvirði rúmrar milljónar króna en neitar að sér hafi verið kunnugt um að þeir væru falsaðir. Hún var sýknuð af að hafa staðið í skjalafalsi og stórfelldum auðgunarbrotum í slagtogi við annan mann, en sá var sakfelldur og hlaut 15 mánaða fangelsisdóm. Maðurinn kveðst vera frá Nígeríu en rannsókn lögreglu á því hver kærða er í raun heldur áfram



Fleiri fréttir

Sjá meira


×