Innlent

Fjölmennt lið gerði húsleit

Átta manna lögreglulið frá Hvolsvelli og Selfossi og tveir úr sérsveit Ríkislögreglustjóra, ásamt fíkniefnahundi, gerðu húsleit á bæ í Rangárþingi ytra í gærkvöldi vegna gruns um fikniefnamisferli. Svo fjölmennt lögreglulið var meðal annars sent á staðinn þar sem mennirnir fjórir sem hafast við á bænum hafa um sig hundahjörð. Tveir íbúanna voru heima og voru þeir báðir handteknir eftir að fíkniefni af ýmsum gerðum fundust, ásamt bruggtækjum og slatta af landa. Auk þess var kannabisrækt í gangi. Öðrum manninum var sleppt að yfirheyrslum loknum en hinn var sendur í afplánun eldri dóms. Hinna tveggja íbúanna er enn leitað en allir hafa mennirnir gerst brotlegir við hin ýmsu lög í landinu. Fréttastofunni er kunnug um að nágrönnum mannanna hefur staðið stuggur af þeim í langan tíma og á stundum óttast um hag sinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×