Innlent

Vara við geymslu olíu

Almenningur er varaður við þeirri hættu sem af því getur skapast að geyma birgðir af dísilolíu í og við íbúðarhús í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra, Brunamálastofnun og Umhverfisstofnun. Kemur tilkynningin tæpum mánuði eftir að ljóst er að fjölmargir hömstruðu olíu áður en ný olíulög tóku gildi þann 1. júlí. Var það fyrirséð þar sem verðið hækkaði um helming á einni nóttu og vöruðu meðal annars olíufélögin sjálf við því að þetta gæti átt sér stað löngu áður en breytingin tók gildi. Er í tilkynningunni bent á að ólöglegt sé að geyma birgðir af þessu tagi við ófullnægjandi aðstæður og öll slík meðferð í raun ólögleg. Er bent á að olíufélögin séu reiðubúin að kaupa olíu til baka sé hún í sama ástandi og þegar hún var keypt en hjá olíufélögunum fengust þær upplýsingar að þá yrði boðið innkaupsverð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×