Leikum alltaf til sigurs 19. júlí 2005 00:01 FH tekur á móti Neftchi Baku í síðari leik liðanna í Evrópukeppninni í Kaplakrika í kvöld. Þjálfari aserska liðsins segir FH vera með sterkt lið, en þó að brugðið geti til beggja vona í fótboltanum, segir hann sína menn staðráðna í að komast áfram í keppninni. Neftchi hefur gott forskot á FH eftir fyrri leikinn ytra, þar sem heimamenn sigruðu 2-0 og tapið var það fyrsta og eina hjá Hafnfirðingum í sumar. FH-ingar voru í ágætri stöðu þangað til þeir fengu á sig mark í blálokin og því er ljóst að róðurinn getur orðið þeim þungur í kvöld. Þjálfari Neftchi, Agasalim Misjavadov, segir ekki margt hafa komið sér á óvart í leik FH-inganna ytra en viðurkennir að þeir séu með frambærilegt lið sem ekki beri að vanmeta. "Ég sá myndbandsupptöku úr 3-1 sigurleik FH áður en við mættum þeim og þar mátti glöggt sjá að þeir eru með gott lið. Þeir eru með líkamlega sterka leikmenn og leikstíll FH er ekki ósvipaður því sem gengur og gerist í enska boltanum, enda hef ég tekið eftir því að Íslendingar eiga nokkra sterka leikmenn sem spila á Englandi. Það virðist henta þeim vel að spila svona knattspyrnu og þó að mér sýnist FH-ingar helst vilja sækja, er varnarleikur þeirra mjög góður líka," sagði Misjavadov sem sagði sína menn ekki komna hingað til að verja forskot sitt úr fyrri leiknum, slíkt byði hættunni heim. "Við erum ekki lið sem hangir í vörn og sækjum alltaf til sigurs. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því að við erum að spila við gott lið á erfiðum útivelli og því gæti vel brugðið til beggja vona fyrir okkur. Ég held að mínir menn séu tilbúnir í þennan leik og ég vona að við getum spilað okkar bolta og náð góðum úrslitum," sagði þjálfarinn. Blaðamaður spurði Misjavadov hvort það væru einhverjir leikmenn sem hann legði meiri áherslu á að stöðva en aðra í FH-liðinu. "Framherjar þeirra eru skæðir, bæði Tryggvi Guðmundsson og Allan Borgvardt. Ég veit að þeir eru báðir markahæstir í heimalandinu og miklir markaskorarar þannig að við verðum að reyna að halda aftur af þeim í leiknum í Hafnarfirði, en svo hef ég hrifist af leik Davíðs Þórs Viðarssonar og Daða Lárussonar í markinu," sagði Misjavadov, sem lætur vel af veru sinni á Íslandi. baldur@frettabladid.is Íslenski boltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Sjá meira
FH tekur á móti Neftchi Baku í síðari leik liðanna í Evrópukeppninni í Kaplakrika í kvöld. Þjálfari aserska liðsins segir FH vera með sterkt lið, en þó að brugðið geti til beggja vona í fótboltanum, segir hann sína menn staðráðna í að komast áfram í keppninni. Neftchi hefur gott forskot á FH eftir fyrri leikinn ytra, þar sem heimamenn sigruðu 2-0 og tapið var það fyrsta og eina hjá Hafnfirðingum í sumar. FH-ingar voru í ágætri stöðu þangað til þeir fengu á sig mark í blálokin og því er ljóst að róðurinn getur orðið þeim þungur í kvöld. Þjálfari Neftchi, Agasalim Misjavadov, segir ekki margt hafa komið sér á óvart í leik FH-inganna ytra en viðurkennir að þeir séu með frambærilegt lið sem ekki beri að vanmeta. "Ég sá myndbandsupptöku úr 3-1 sigurleik FH áður en við mættum þeim og þar mátti glöggt sjá að þeir eru með gott lið. Þeir eru með líkamlega sterka leikmenn og leikstíll FH er ekki ósvipaður því sem gengur og gerist í enska boltanum, enda hef ég tekið eftir því að Íslendingar eiga nokkra sterka leikmenn sem spila á Englandi. Það virðist henta þeim vel að spila svona knattspyrnu og þó að mér sýnist FH-ingar helst vilja sækja, er varnarleikur þeirra mjög góður líka," sagði Misjavadov sem sagði sína menn ekki komna hingað til að verja forskot sitt úr fyrri leiknum, slíkt byði hættunni heim. "Við erum ekki lið sem hangir í vörn og sækjum alltaf til sigurs. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því að við erum að spila við gott lið á erfiðum útivelli og því gæti vel brugðið til beggja vona fyrir okkur. Ég held að mínir menn séu tilbúnir í þennan leik og ég vona að við getum spilað okkar bolta og náð góðum úrslitum," sagði þjálfarinn. Blaðamaður spurði Misjavadov hvort það væru einhverjir leikmenn sem hann legði meiri áherslu á að stöðva en aðra í FH-liðinu. "Framherjar þeirra eru skæðir, bæði Tryggvi Guðmundsson og Allan Borgvardt. Ég veit að þeir eru báðir markahæstir í heimalandinu og miklir markaskorarar þannig að við verðum að reyna að halda aftur af þeim í leiknum í Hafnarfirði, en svo hef ég hrifist af leik Davíðs Þórs Viðarssonar og Daða Lárussonar í markinu," sagði Misjavadov, sem lætur vel af veru sinni á Íslandi. baldur@frettabladid.is
Íslenski boltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Sjá meira