Sport

Khan verður betri en Prinsinn

Brendan Ingle, maðurinn sem þjálfaði Prinsinn (Naseem Hamed), segir að Amir Khan verði betri en Prininn hafi nokkurn tíman verið. En prinsinn er fyrrum heimsmeistari í fjaðurvigt. Mikið Amir Khan æði er nú í Bretlandi og langt síðan jafn mikil spenna hefur verið fyrir hnefaleikum þar í landi því nú eiga Bretar tvo frábæra unga hnefaleikamenn, þá Ricky Hatton og Amir Khan. "Khan getur orðið heimsmeistari innan 18 mánaða. Hann er í einu orði sagt frábær," sagði Ingle en á laugardag keppti Khan í sínum fyrsta bardaga og tók þá landa sinn David Bailey í kennslustund. "Prinsinn var góður en Khan getur orðið mikið betri." Prinsinn varð 21 árs þegar hann varð fyrst heimsmeistari í fjaðurvigt en Khan aðeins rúmlega 18 ára og hefur því tæp þrjú ár til að slá met Prinsins. Íþróttarisinn Adidas er búið að gera mörg hundruð milljóna króna samning við Khan líkt og fyrirtækið gerði við Prinsinn á sínum tíma.
Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×