Innlent

Meðvitundarlaus eftir árás

Tveir menn á þrítugsaldri gengu í skrokk á manni fyrir utan skemmtistaðinn Krúsina í miðbæ Ísafjarðar um þrjúleytið aðfaranótt sunnudags. Maðurinn var fluttur meðvitundarlaus á slysadeild sjúkrahússins á Ísafirði eftir árásina. Hinir meintu árásarmenn voru fluttir á lögreglustöðina á Ísafirði. Þeir virtust ósárir eftir átökin. Mennirnir voru yfirheyrðir fram eftir degi en var sleppt úr haldi síðdegis í gær en liggja áfram undir grun í málinu. Lögreglan á Ísafirði rannsakar nú tildrög árásarinnar og vildi ekki gefa frekari upplýsingar um ástæður hennar síðdegis í gær. Á næstu dögum fara fram frekari yfirheyrslur vegna málsins. Fram eftir sunnudeginum var fylgst náið með líðan fórnarlambsins, sem er á þrítugsaldri, og fékk það að fara heim eftir hádegi í gær. Honum heilsast vel eftir atvikum að sögn lögreglu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×