Nálægt því að vera lögbrot 16. júlí 2005 00:01 "Ég veit ekki hvort forráðamenn Nóatúns hafa skoðað lögin náið en öll veiting áfengis án leyfis er bönnuð og þessi svokallaða gjöf þeirra fellur að mínu mati undir það," segir Guðni R. Björnsson, verkefnastjóri hjá Fræðslumiðstöð í fíkniefnum. Hann segir þá ákvörðun Nóatúns að gefa bjór með hverju seldu gasgrilli sé ansi nálægt því að vera lögbrot en verslunin tilkynnti í gær að bjórgjöfunum yrði hætt samkvæmt kröfum Lögreglunnar í Reykjavík. Talsvert seldist af viðkomandi gasgrillum hjá versluninni en í kaupbæti var bæði gos og talsvert magn bjórs og voru rök Nóatúnsmanna þau að engin ákvæði væru í lögum um að ekki mætti gefa bjór. Er það enn sem komið er óljóst hvort svo er en lögreglan hyggst fá úr því skorið eftir helgina. Guðni segir þetta eðlilegt framhald á þeim auglýsingum sem birtst hafa með æ grófari hætti undanfarna mánuði og átelur þær stofnanir sem eftirlit eiga að hafa fyrir aðgerðaleysi. "Hér birtist hver auglýsingin á fætur annarri þar sem áfengi er auglýst án athugasemda frá til dæmis Lýðheilsustöð og því er kannski eðlilegt að verslunareigendur færi sig upp á skaftið eins og gerist í þessu tilfelli Nóatúns. Ég skal ekki fullyrða að um lögbrot sé að ræða enda hefur slíkt prófmál aldrei farið fyrir dómstóla og því telja menn sig geta túlkað áfengislögin með sínum hætti." Fræðslumiðstöðin hefur komið athugasemdum sínum vegna áfengisauglýsinga á framfæri við dómsmálaráðherra sem hefur látið þau orð falla að lögin standist og ekki sé hægt að túlka þau eftir höfði hvers og eins. Björn Bjarnason svaraði ekki fyrirspurnum blaðsins vegna þessa þegar eftir því var leitað. Kristinn Skúlason, markaðsstjóri Nóatúns, sagði verslunina ekki hafa í hyggju að brjóta lög og því hefði verið auðsótt að fjarlægja bjórinn úr verslununum. "Nú fylgjumst við með hvað verður enda stendur okkar hugur til að bjóða almenningu léttvín og bjór í verslunum og kannski verður þetta til að auka almenna umræðu um þessi mál." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
"Ég veit ekki hvort forráðamenn Nóatúns hafa skoðað lögin náið en öll veiting áfengis án leyfis er bönnuð og þessi svokallaða gjöf þeirra fellur að mínu mati undir það," segir Guðni R. Björnsson, verkefnastjóri hjá Fræðslumiðstöð í fíkniefnum. Hann segir þá ákvörðun Nóatúns að gefa bjór með hverju seldu gasgrilli sé ansi nálægt því að vera lögbrot en verslunin tilkynnti í gær að bjórgjöfunum yrði hætt samkvæmt kröfum Lögreglunnar í Reykjavík. Talsvert seldist af viðkomandi gasgrillum hjá versluninni en í kaupbæti var bæði gos og talsvert magn bjórs og voru rök Nóatúnsmanna þau að engin ákvæði væru í lögum um að ekki mætti gefa bjór. Er það enn sem komið er óljóst hvort svo er en lögreglan hyggst fá úr því skorið eftir helgina. Guðni segir þetta eðlilegt framhald á þeim auglýsingum sem birtst hafa með æ grófari hætti undanfarna mánuði og átelur þær stofnanir sem eftirlit eiga að hafa fyrir aðgerðaleysi. "Hér birtist hver auglýsingin á fætur annarri þar sem áfengi er auglýst án athugasemda frá til dæmis Lýðheilsustöð og því er kannski eðlilegt að verslunareigendur færi sig upp á skaftið eins og gerist í þessu tilfelli Nóatúns. Ég skal ekki fullyrða að um lögbrot sé að ræða enda hefur slíkt prófmál aldrei farið fyrir dómstóla og því telja menn sig geta túlkað áfengislögin með sínum hætti." Fræðslumiðstöðin hefur komið athugasemdum sínum vegna áfengisauglýsinga á framfæri við dómsmálaráðherra sem hefur látið þau orð falla að lögin standist og ekki sé hægt að túlka þau eftir höfði hvers og eins. Björn Bjarnason svaraði ekki fyrirspurnum blaðsins vegna þessa þegar eftir því var leitað. Kristinn Skúlason, markaðsstjóri Nóatúns, sagði verslunina ekki hafa í hyggju að brjóta lög og því hefði verið auðsótt að fjarlægja bjórinn úr verslununum. "Nú fylgjumst við með hvað verður enda stendur okkar hugur til að bjóða almenningu léttvín og bjór í verslunum og kannski verður þetta til að auka almenna umræðu um þessi mál."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira