Innlent

Grunuð um innbrot á Selfossi

Fimm voru handteknir af lögreglunni á Selfossi í gær. Fyrst voru tvær konur og einn maður handtekin við Litlu kaffistofuna vegna gruns um innbrot í raftækjaverslun á Selfossi skömmu áður. Í bílnum fannst þýfi, þar á meðal símar og sjónvarp og er fólkið grunað um þjófnaði í verslunum í bænum og innbrot í bíla. Í framhaldi af yfirheyrslum var gerð húsleit í íbúð á Selfossi þar sem fundust tíu grömm af amfetamíni og var kvenkyns húsráðandi færð í fangageymslur. Karlmaður sem einnig býr í húsinu var svo handtekinn seinni part dags. Parið viðurkenndi eign efnisins og var þeim sleppt í gærkvöldi, auk hinna þriggja sem áður höfðu verið handtekin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×