Innlent

Innbrot og eldur í bíl

Tveir menn handteknir við innbrot í Lindina, söluskála Esso, við Leiruveg á Akureyri klukkan sex í morgun. Þeir höfðu unnið þó nokkur skemmdarverk og gistu fangageymslur það sem eftir var nætur en rannsókn á málinu stendur yfir. Rétt eftir klukkan sex kviknaði í bíl í akstri á Miðhúsabraut á Akureyri en ökumaður slapp ómeiddur. Bíllinn brann til grunna. Og rétt eftir klukkan níu í morgun var ekið á hund á Akureyri. Hundurinn hafði sloppið frá eigendum sínum og drapst hann. Einn var tekinn á 101 kílómetra hraða í Vestfjarðargöngum þar sem hámarkshraði er 60 kílómetrar á klukkustund. Flugóhapp var í Fljótavík á Hornströndum seinni partinn í gær þegar fjögurra sæta Cessna-vél hlekktist á í flugtaki. Rannsóknarlögreglumaður frá Ísafirði flaug þangað með þyrlu Landhelgisgæslunnar ásamt starfsfólki Rannsóknarnefndar flugslysa en engin slys urðu á fólki. Í Keflavík voru þrír teknir fyrir ölvunarakstur í nótt en þar fyrir utan var frekar rólegt í Reykjanesbæ.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×