Strípað vöðvabúnt á hjólum 14. júlí 2005 00:01 Á hinum hraðfleygu neyzlutímum sem við lifum á er farartækjaframleiðendum keppikefli að kaupendur framleiðslu þeirra skynji viðkomandi tæki sem eitthvað einstakt, eitthvað sem hefur sérstakt gildi umfram notagildið. Með Speed Triple-hjólinu, sem kom fram í sinni fyrstu mynd fyrir rúmum áratug, hefur hinni endurreistu brezku mótorhjólasmiðju Triumph ótvírætt tekizt að skapa tæki sem slíkur orðstír fer af. Uppskriftin: kraftmikil þriggja strokka vél með bunkum af togi, sportfjöðrun, breitt stýri og upprétt áseta, engin klæðning. Nýjasta kynslóðin af "konungi Streetfighter-hjólanna" var kynnt í vetur sem leið og nú er fyrsta slíka hjólið komið til Íslands. Blaðamanni bauðst að taka gripinn aðeins til kostanna. Við fyrstu sýn blasir við að það er engu logið um þann orðstír sem af þessu hjóli fer; það er engu líkt. Sérstaklega einkennandi eru frístandandi, krómaðar luktirnar tvær, svartmálaður álröraramminn og glampandi 3-í-1-í-2-pústið, sem liggur upp í tvo stóra hljóðkúta uppi undir sæti. Kútarnir enda framarlega - afturbrettisendinn með númeraplötunni teygir sig langt aftur úr - en þetta lætur hjólið líta út fyrir að vera halaklippt og minnir á Buell-hjól. Enn eitt einkennið er sterklegur einarmurinn sem heldur afturhjólinu. Meðal helztu nýjunga frá síðustu kynslóð er að vélin er nú 1050 rúmsentimetrar í stað 955, kúplingin og sex gíra gírkassinn sem skila mýkri skiptingum, að framan er kominn hvolfgaffall frá Showa með 45 í stað 43 mm dempararörum, öflugri Nissin-hemlar og mælaborðseiningin, sem skartar hefðbundnum snúningshraðamæli og stafrænum skjá sem sýnir hraða og aðrar upplýsingar sem ökumann lystir að fræðast um. Það sem ekki hefur breytzt er hið hljómfagra urr sem þriggja strokka, vatnskælda innspýtingarvélin sendir út um hljóðkútana tvo. Hún dettur í gang með þessu þægilega urri er þrýst er á gangsetningarhnappinn og kallar á að vera gefið inn. Hún skilar nú 130 hestöflum við 9100 snúninga og 105 Newtonmetra togi við 5100 snúninga. Vélin er stillt inn á að skila miklu togi yfir breitt snúningssvið - yfir 95 Nm eiga að vera til ráðstöfunar frá 3300 snúningum upp að útsláttarmarkinu, sem er við 9500 snúninga. Þar sem reynsluaksturhjólið var ekki fulltilkeyrt var í prófunarakstrinum ekki hægt að láta reyna að fullu á þennan mikla kraft, en tillitssamur tilkeyrslu-snúningur dugði alveg til að sýna að aflið í þessari vél er slíkt að maður má hafa sig allan við til að vera ekki síprjónandi. Innspýtingin og inngjöfin eru greinilega það vel stillt að vélin bregst við minnstu hreyfingu hægri handarinnar. Eini gallinn er að þegar slegið er af og gefið aftur inn kemur högg í drifkeðjuna, en þetta getur spillt aðeins fyrir aksturslínunni í beygjum og verið hvimleitt í bæjarumferðinni. Með því að spila af næmni á kúplingu og inngjöf er þó að mestu hægt að temja þessa tilhneigingu. Í stuttu máli er Triumph Speed Triple strípað vöðvabúnt á hjólum, sem lætur ótrúlega vel að stjórn. Hjól sem er sér á parti, enda er útlitið er engu líkt og sjálfsagt ekki að allra smekk. En það á það heldur ekki að vera. Þetta er karakterhjól fyrir knapa sem vilja skera sig úr fjöldanum. Bílar Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Á hinum hraðfleygu neyzlutímum sem við lifum á er farartækjaframleiðendum keppikefli að kaupendur framleiðslu þeirra skynji viðkomandi tæki sem eitthvað einstakt, eitthvað sem hefur sérstakt gildi umfram notagildið. Með Speed Triple-hjólinu, sem kom fram í sinni fyrstu mynd fyrir rúmum áratug, hefur hinni endurreistu brezku mótorhjólasmiðju Triumph ótvírætt tekizt að skapa tæki sem slíkur orðstír fer af. Uppskriftin: kraftmikil þriggja strokka vél með bunkum af togi, sportfjöðrun, breitt stýri og upprétt áseta, engin klæðning. Nýjasta kynslóðin af "konungi Streetfighter-hjólanna" var kynnt í vetur sem leið og nú er fyrsta slíka hjólið komið til Íslands. Blaðamanni bauðst að taka gripinn aðeins til kostanna. Við fyrstu sýn blasir við að það er engu logið um þann orðstír sem af þessu hjóli fer; það er engu líkt. Sérstaklega einkennandi eru frístandandi, krómaðar luktirnar tvær, svartmálaður álröraramminn og glampandi 3-í-1-í-2-pústið, sem liggur upp í tvo stóra hljóðkúta uppi undir sæti. Kútarnir enda framarlega - afturbrettisendinn með númeraplötunni teygir sig langt aftur úr - en þetta lætur hjólið líta út fyrir að vera halaklippt og minnir á Buell-hjól. Enn eitt einkennið er sterklegur einarmurinn sem heldur afturhjólinu. Meðal helztu nýjunga frá síðustu kynslóð er að vélin er nú 1050 rúmsentimetrar í stað 955, kúplingin og sex gíra gírkassinn sem skila mýkri skiptingum, að framan er kominn hvolfgaffall frá Showa með 45 í stað 43 mm dempararörum, öflugri Nissin-hemlar og mælaborðseiningin, sem skartar hefðbundnum snúningshraðamæli og stafrænum skjá sem sýnir hraða og aðrar upplýsingar sem ökumann lystir að fræðast um. Það sem ekki hefur breytzt er hið hljómfagra urr sem þriggja strokka, vatnskælda innspýtingarvélin sendir út um hljóðkútana tvo. Hún dettur í gang með þessu þægilega urri er þrýst er á gangsetningarhnappinn og kallar á að vera gefið inn. Hún skilar nú 130 hestöflum við 9100 snúninga og 105 Newtonmetra togi við 5100 snúninga. Vélin er stillt inn á að skila miklu togi yfir breitt snúningssvið - yfir 95 Nm eiga að vera til ráðstöfunar frá 3300 snúningum upp að útsláttarmarkinu, sem er við 9500 snúninga. Þar sem reynsluaksturhjólið var ekki fulltilkeyrt var í prófunarakstrinum ekki hægt að láta reyna að fullu á þennan mikla kraft, en tillitssamur tilkeyrslu-snúningur dugði alveg til að sýna að aflið í þessari vél er slíkt að maður má hafa sig allan við til að vera ekki síprjónandi. Innspýtingin og inngjöfin eru greinilega það vel stillt að vélin bregst við minnstu hreyfingu hægri handarinnar. Eini gallinn er að þegar slegið er af og gefið aftur inn kemur högg í drifkeðjuna, en þetta getur spillt aðeins fyrir aksturslínunni í beygjum og verið hvimleitt í bæjarumferðinni. Með því að spila af næmni á kúplingu og inngjöf er þó að mestu hægt að temja þessa tilhneigingu. Í stuttu máli er Triumph Speed Triple strípað vöðvabúnt á hjólum, sem lætur ótrúlega vel að stjórn. Hjól sem er sér á parti, enda er útlitið er engu líkt og sjálfsagt ekki að allra smekk. En það á það heldur ekki að vera. Þetta er karakterhjól fyrir knapa sem vilja skera sig úr fjöldanum.
Bílar Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira