Sport

Pressa á Ferdinand

Sir Alex Ferguson, framkvæmdarstjóri Manchester United, hefur sett meiri pressu á varnarmanninn Rio Ferdinand að skrifa undir nýjan samning við félagið. Pini Zahavi, umboðsmaður leikmannsins, hefur sagt að viðræður um nýjan samning gangi hægt. "Meðan samningurinn hefur ekki verið undirritaður er í gangi umræða sem við viljum ekki hafa. Hann hefur fengið frábært tilboð og vonandi skrifar hann undir sem fyrst." segir Ferguson. Rio hefur verið þrjú tímabil hjá Manchester United en hann var keyptur á um 30 milljónir punda frá Leeds. Hann missti af byrjun síðasta tímabils þar sem hann var að afplána átta mánaða keppnisbann fyrir að hafa ekki mætt í lyfjapróf. Allan þann tíma var hann á launum hjá félaginu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×