Lífið

Fyrsta búslóðin fyrir lítið

Einn dag kemur að því að ungarnir fljúga úr hreiðrinu og einhvers staðar verða þeir að búa. Fyrsta heimilið þarf svo að fylla með fyrstu búslóðinni sem oftar en ekki samanstendur af gömlum húsgögnum frá mömmu og pabba. Ekki búa þó allir svo vel að geta leitað í geymsluna heima og þurfa að koma sér sjálfir upp búslóð. Góði hirðirinn í Fellsmúlanum er uppfullur af notuðum húsgögnum og allavegana skemmtilegum munum fyrir heimilið sem hægt er að fá mjög ódýrt. Mikið af húsgögnunum eru í fínu standi en með málningarpensil að vopni er hægt að gerbreyta þeim og láta þá falla að persónulegum stíl hvers og eins. Fyrir mjög lítinn pening er hægt að koma sér upp fínni búslóð sem hægt er að vera stoltur af. Hlutirnir hér á síðunni leggja sig á tæpar 20 þúsund krónur í það heila.
Skatthol á 4.000 kr.Hari
Lífleg kommóða á 3.000 kr.Hari
Eldhúsborð á bilinu 1.000 til 3.000 kr.Hari
Eldhússtólar eru í kringum 1.500 kr.Hari
Stafli af diskum á 500 kr.Hari
Appelsínugulur hægindastóll á 1.500 kr.Hari
Sjónvarpstæki í ágætu standi á 3.000 kr.Hari
Mjólkurbikarinn. Fótboltaglös á 10 kr. stk.Hari





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.