Var myrtur við komuna frá BNA 13. júlí 2005 00:01 "Þetta er allt svo hræðilegt að maður er enn þá í algjöru sjokki," segir Katla Þorkelsdóttir, systir mannsins sem fannst myrtur í Suður-Afríku síðasta sunnudag. Hann hét Gísli Þorkelsson og var 54 ára gamall. Gísli var ókvæntur en lætur eftir sig 29 ára gamlan son búsettan á Íslandi. Gísli hafði búið í Suður-Afríku í 10 ár og var þar með eigin atvinnurekstur. "Ég hef verið mjög náin Gísla, sem er litli bróðir minn og við höfum alltaf haldið sambandi," segir Katla, sem er næst Gísla í aldri af fjórum systkinum. Hún segir að áður en Gísli var myrtur hafi hann verið í heimsókn hjá henni í Bandaríkjunum þar sem hún býr ásamt fjölskyldu sinni. "Hann fór heim 24. maí og lítur út fyrir að hann hafi verið myrtur sama dag og hann kom aftur til Suður-Afríku," segir hún. Gísli notaði tækifærið og bauð syni sínum út til Bandaríkjanna á sama tíma og hann heimsótti systur sína. "Þeir áttu hér saman innilegan tíma," sagði hún og kvað þá feðga hafa verið í góðu sambandi þótt langt væri á milli. "Maður verður bara að þakka fyrir þennan tíma sem þeir fengu saman." Samkvæmt upplýsingum lögreglu í Suður-Afríku hafði Gísli nýverið selt íbúð í Jóhannesarborg og parið sem grunað er um að hafa myrt hann reyndi að komast yfir peningana sem hann fékk fyrir íbúðina. Katla segist hafa heyrt af þessu og áréttaði að í því fælist engin vísbending um að Gísli hafi verið á förum frá landinu eða eitthvað slíkt. " Ég veit að hann var nýlega búinn að selja raðhús og ekki farinn að festa kaup á öðru húsi. Þess vegna var hann með allan þennan pening í banka. Hann starfaði við að kaupa íbúðir, gera þær upp og selja svo aftur, þannig að hann var ekki á förum. Hann fékk bara gott verð fyrir húsið og seldi það." Katla segir að lík Gísla verði flutt heim til Íslands til greftrunar jafnskjótt og lögregla í Suður-Afríku heimilar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
"Þetta er allt svo hræðilegt að maður er enn þá í algjöru sjokki," segir Katla Þorkelsdóttir, systir mannsins sem fannst myrtur í Suður-Afríku síðasta sunnudag. Hann hét Gísli Þorkelsson og var 54 ára gamall. Gísli var ókvæntur en lætur eftir sig 29 ára gamlan son búsettan á Íslandi. Gísli hafði búið í Suður-Afríku í 10 ár og var þar með eigin atvinnurekstur. "Ég hef verið mjög náin Gísla, sem er litli bróðir minn og við höfum alltaf haldið sambandi," segir Katla, sem er næst Gísla í aldri af fjórum systkinum. Hún segir að áður en Gísli var myrtur hafi hann verið í heimsókn hjá henni í Bandaríkjunum þar sem hún býr ásamt fjölskyldu sinni. "Hann fór heim 24. maí og lítur út fyrir að hann hafi verið myrtur sama dag og hann kom aftur til Suður-Afríku," segir hún. Gísli notaði tækifærið og bauð syni sínum út til Bandaríkjanna á sama tíma og hann heimsótti systur sína. "Þeir áttu hér saman innilegan tíma," sagði hún og kvað þá feðga hafa verið í góðu sambandi þótt langt væri á milli. "Maður verður bara að þakka fyrir þennan tíma sem þeir fengu saman." Samkvæmt upplýsingum lögreglu í Suður-Afríku hafði Gísli nýverið selt íbúð í Jóhannesarborg og parið sem grunað er um að hafa myrt hann reyndi að komast yfir peningana sem hann fékk fyrir íbúðina. Katla segist hafa heyrt af þessu og áréttaði að í því fælist engin vísbending um að Gísli hafi verið á förum frá landinu eða eitthvað slíkt. " Ég veit að hann var nýlega búinn að selja raðhús og ekki farinn að festa kaup á öðru húsi. Þess vegna var hann með allan þennan pening í banka. Hann starfaði við að kaupa íbúðir, gera þær upp og selja svo aftur, þannig að hann var ekki á förum. Hann fékk bara gott verð fyrir húsið og seldi það." Katla segir að lík Gísla verði flutt heim til Íslands til greftrunar jafnskjótt og lögregla í Suður-Afríku heimilar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira